Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

141. fundur 23. september 2025 kl. 12:30 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
  • Þóra Björnsdóttir deildastjóri frístunda og forvarna
Fundargerð ritaði: Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri

1.Samræming gjaldskráa íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 202503128Vakta málsnúmer

Fulltrúi í fjölskylduráði hefur óskað eftir að ræða samræmingu gjaldskráa íþróttamiðstöðva og leggur til að málið verði tekið til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Í vinnslu.

2.Rannís umsóknir, frístundir og forvarnir

Málsnúmer 202410215Vakta málsnúmer

Þóra Björnsdóttir, deildastjóri frístunda og forvarna kynnti afurð af vinnu undanfarna mánuði við netöryggisstyrk Eyvarar frá Rannís ásamt næstu skrefum.
Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2026

Málsnúmer 202509007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni Stígamóta dags. 01.09.2025 um fjárframlag fyrir starfseminni á komandi ári 2026
Móttekin er beiðni Stígamóta um fjárstuðning fyrir starfsemina á komandi ári. Samþykkt er að veita Stígamótum 150.000,- kr. styrk fyrir starfsárið 2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2026

Málsnúmer 202509055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Samtökum kvennaathvarfsins dags. 05.09.2025 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2026.
Móttekin er beiðni Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2026. Samþykkt er að veita samtökunum styrk að upphæð 250.000,- kr.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um framlag til starfemi Félags fósturforeldra

Málsnúmer 202509129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um fjárframlag frá Félagi fósturforeldra dags. 09.09.2025.
Fyrir liggur erindi frá Félagi fósturforeldra um 150.000 kr. fjárstuðning fyrir árið 2026.
Niðurstaða fjölskylduráðs er að veita ekki umbeðinn styrk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202506262Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðum reglum Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?