Fara í efni

Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneyti varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélaga auk leiðbeininga um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga sem unnið var af Byggðastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að móta tillögu að verklagi við gerð þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélagsins og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir hugmyndir að verklagi við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að móta endanlega tillögu í samræmi við hugmyndir að verklagi varðandi mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing og umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:55

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir tillögu að skipulagi á vinnu við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipulagi við vinnu mótunar þjónustustefnu fyrir Múlaþing og felur skrifstofustjóra að stýra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir þjónustustefnu Múlaþings. Starfsmanni falið að koma á framfæri nokkrum minniháttar ábendingum varðandi Þjónustustefnu Múlaþings.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugsemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framkomin drög.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við framkomin drög. Heimastjórn hvetur íbúa til að kynna sér og mæta á íbúafund um málið sem haldinn verður í maí.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við drögin.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja, til yfirferðar, drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom skrifstofustjóri Múlaþings, Óðinn Gunnar Óðinsson, og gerði grein fyrir við vinnu við mótun þjónustustefnu Múlaþings.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:25
Getum við bætt efni þessarar síðu?