Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

11. fundur 05. júlí 2021 kl. 17:00 - 19:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Jón Þórðarson vék af fundi undir lið 3.

1.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið frá Jörfa til Vörðubrúnar og þar fyrir innan. Deiliskipulagið er í vinnslu og frestað til næsta fundar.

2.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Borgarfjörður, Bakkavegur 26

Málsnúmer 202106072Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni lóðarhafa að Bakkavegi 26 á Borgarfirði um að víkja óverulega frá skilmálum deiliskipulags við byggingu á lóðinni. Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 16.06.2021:

Með vísan til þess að frávik frá skilmálum deiliskipulags séu svo óveruleg að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð erindið.

Heimastjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis ? og framkvæmdaráðs.

3.Smáragrund - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105294Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform við Smáragrund. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og taka þarf afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi bókað á fundi umhverfis ? og framkvæmdaráðs 16.06.2021:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Flókalund, Lækjarbrún, Lækjargrund og Breiðvang. Umsagnaraðilar eru Brunavarnir Austurlands, Minjastofnun Íslands, HAUST og HEF veitur. Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að kynningartími verði styttur í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Heimastjórn bendir á að Smáragrund er parhús og því þyrfti að bæta við lóðarhöfum í Smáragrund við þá sem fá grenndarkynningu. Að öðru leyti samþykkir heimastjórn afgreiðslu umhverfis ? og framkvæmdaráðs.

4.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um lóð, Borgarfjörður eystri, Flókalundur

Málsnúmer 202106158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um lóð á Borgarfirði eystri. Eftirfarandi bókað á fundir umhverfis ? og framkvæmdaráðs 30.06.2021: Umhverfis ? og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda ? og umhverfismálastjóra að úthluta lóðinni. Lóðarnafni skal breytt og er lagt til að hún fái staðfangið Lækjartún. Breytingu á staðfangi er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis ? og framkvæmdaráðs.

6.Erindi frá Já sæll ehf

Málsnúmer 202107010Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur erindi frá Já Sæll ehf. er snýr að því hvort í boði sé að leigja Grunnskóla Borgarfjarðar yfir Bræðsluhelgina til að hýsa þar tónlistarfólk sem koma mun fram í Fjarðarborg þá helgi.

Heimastjórn hefur ekki umboð til að verða við erindinu þar sem það er í höndum skólastjóra. Erindinu hefur verið vísað til skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar.

7.Strandveiðar 2021

Málsnúmer 202107009Vakta málsnúmer

Útlit er fyrir að útgefinn strandveiðikvóti muni að óbreyttu ekki duga út ágúst. Til að auka byggðafestu er 5,3% aflaheimilda úthlutað í m.a. almennan byggðakvóta, sértækan byggðakvóta, línuívilnun og strandveiðar. Af öllum þessum úrræðum kemur svo til ekkert á Borgarfjörð fyrir utan strandveiðiaflann. Strandveiðarnar eru mikilvægar atvinnulífinu á Borgarfirði. Í ágústmánuði ganga veiðar að jafnaði best og því yrðu það mikil vonbrigði ef veiðarnar yrðu stöðvaðar.

Heimastjórn Borgarfjarðar vill því færa eftirfarandi til bókar: Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á sjávarútvegsráðherra að leita allra leiða til þess að ekki komi til stöðvunar strandveiða. Finna þarf lausn í kerfinu til að unnt sé að tryggja 48 daga á hvern bát. Að öðrum kosti er mikilvægt að ráðstafa aflaheimildum á annan hátt en nú er gert svo strandveiðarnar nýtist landinu öllu og bátar á svæðum þar sem veiði er betri síðsumars fái að veiða á þeim tíma sem afli er mestur og verðmætastur.

8.Fjallskil Borgarfirði 2021

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Jón Sigmar Sigmarsson. Farið var yfir fyrirkomulag fjallskila undanfarin ár.

Heimastjórn samþykkir að skipa Jón Sigmar Sigmarsson sem fjallskilastjóra og honum verði falið að skipuleggja göngur ásamt staðgengli sveitarstjóra á grundvelli þess fyrirkomulags sem verið hefur.

Varðandi fjallskil í Loðmundarfirði leggur heimastjórn til að þau verði með svipuðu sniði og áður. Um fjallskil í Loðmundarfirði gilda lög nr.40 frá 1972. Í Loðmundarfjörð gengur fé frá nærliggjandi sveitum og æskilegt væri að samræma þátttöku fjáreiganda í heimtum þess.

Gestir

  • Jón Sigmar Sigmarsson - mæting: 18:30

9.Umsögn um tækifærisleyfi fyrir Bræðsluna

Málsnúmer 202106083Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

10.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að undirbúningi gjaldtöku fyrir heimsóknir í Hafnarhólma. Gunnar Valur Steindórsson mætti á fundinn og kynnti fyir heimastjórn tillögu að tæknilegri lausn gjaldtökunnar.

Heimastjórn leggur til að gjaldtaka verði valkvæð í sumar og sumarið verði notað til að koma reynslu á tæknilausnina.

Heimastjórn leggur til að gjald verði 400 kr. á hvern einstakling eldri en 14 ára sumarið 2021 en verði endurskoðað fyrir næsta ár.

Tekjum gjaldtökunnar er ætlað að standa undir viðhaldi, rekstri, landvörslu og upplýsingagjöf á svæðinu.

Gestir

  • Gunnar Valur Steindórsson

11.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er 17.08 kl. 17.00

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?