Fara í efni

Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 10. fundur - 04.06.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að Umhverfis - og framkvæmdaráð hefji vinnu við deiliskipulag svæðisins frá Jörfa að Svínalæk og byggðina þar innan við.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 11. fundur - 05.07.2021

Unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið frá Jörfa til Vörðubrúnar og þar fyrir innan. Deiliskipulagið er í vinnslu og frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Vinna er hafin við gerð deiliskipulags fyrir svæðið frá Jörfa að Vörðubrún og byggðina þar fyrir innan. Heimastjórn fékk til kynningar og rýningar vinnugögn vegna skipulagsins. Skipulagið verður kynnt íbúum þegar vinnan verður lengra komin.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð ásamt athafnarlóð sunnan við Gerðisfjöru á Borgarfirði, dags 13.5.2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags við Jörfa og Dagsbrún á Borgarfirði var kynnt almenningi frá 25. maí til 15. júní 2022. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar tillögu, sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 11. ágúst 2022. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.
Jafnframt er lögð fram til kynningar húsaskráning sem unnin var í tengslum við skipulagsgerðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Borgarfjarðar að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 27. fundur - 12.09.2022

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags við Jörfa og Dagsbrún á Borgarfirði var kynnt almenningi frá 25. maí til 15. júní 2022. Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar tillögu, sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 11. ágúst 2022. Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um skipulagstillöguna á fundi sínum þann 5. september þar sem var samþykkt að leggja til við heimastjórn að hún verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að nýju deiliskipulagi við Jörfa og Dagsbrún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 36. fundur - 08.06.2023

Deiliskipulag íbúðabyggðar við Jörfa og Dagsbrún hefur verið auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar og hefur verið brugðist við þeim ábendingum sem þar komu fram.
Breyting á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 var auglýst samhliða deiliskipulaginu og var það samþykkt af sveitarstjórn Múlaþings 15. mars sl.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að birta hana í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?