Fara í efni

Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Frestað

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir starfsemi á sviðinu og fyrirkomulag á afgreiðslu erinda. Einnig voru kynntir nýir verkferlar sem verið er að innleiða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð notar tækifærið og hrósar starfsmönnum sviðsins fyrir greinargóða verkferla og góð störf á undanförnum misserum.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 13. fundur - 28.06.2021

Lagt fram til kynningar. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur áherslu á að regluverkið verði einfaldað sem mest.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 11. fundur - 05.07.2021

Fyrir liggja drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 16. fundur - 13.07.2021

Drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Heimastjórn telur mikilvægt að verkferlar séu skýrir, einfaldir og skilvirkir og fagnar þessari vinnu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Verkferlar Skipulags og byggingarmála lagðir fram til kynningar.
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti verkferlana, og leggur á það áherslu að vinna við skipulagsmál sé fagleg og skilvirk.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 32. fundur - 22.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að endurskoðun á verkferlum við grenndarkynningar. Jafnframt var farið yfir fyrirliggjandi verkferla varðandi deiliskipulag.

Málið er í vinnslu, verður tekið fyrir á næsta fundi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?