Fara í efni

Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 8. fundur - 03.05.2021

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem kynnti Húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs og fór yfir stöðuna á skipulagsmálum og sýndi yfirlit yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að hafin verði vinna við að skipuleggja atvinnu- og iðnaðarlóðir nálægt þéttbýlinu á Egilsstöðum. Jafnframt beinir heimastjórn því til byggðaráðs að húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs verði uppfærð enda þrjú ár síðan hún var gerð og ýmsar forsendur breyttar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Fyrir ráðinu liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem lögð er áhersla á að hefja vinnu við að skipuleggja atvinnu- og iðnaðarlóðir nálægt þéttbýlinu á Egilsstöðum. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 18. nóvember sl. (liður 4 mál nr. 202011066) var samþykkt að bregðast við skorti á athafna- og iðnaðarlóðum með fernum hætti. Vinna við innköllun geymslulóða er hafin. Iðnaðarlóðir við Selhöfða hafa verið færðar á lista yfir lausar lóðir. Búið er að kynna skipulagslýsingu fyrir athafna- og iðnaðarlóðir við Valgerðarstaði í Fellabæ. Fundað hefur verið með landeigendum á deiliskipulögðu svæði fyrir iðanaðarlóðir við Brúnás og Reykás á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að þeim liðum sem ráðið samþykkti á fundi sínum 18. nóvember. Hugmyndum um kaup á landi undir lóðir og gatnagerð á þegar skipulögðum svæðum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til byggðaráðs Múlaþings að húsnæðisáætlun Fljótsdalshéraðs verði uppfærð og þá horft m.a. til þeirra forsendubreytinga er orðið hafa frá því að hún var unnin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að mikilvægt sé að taka gildandi húsnæðisáætlanir til endurskoðunar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að láta hefja vinnu við gerð uppfærðrar húsnæðisáætlunar fyrir Múlaþing.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggja drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing er byggir m.a. á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem varða byggðakjarnana fjóra í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44. fundur - 26.01.2022

Drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing lögð fram til kynningar. Áætlunin byggir m.a. á gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem varða byggðakjarnana fjóra í sveitarfélaginu.

Í vinnslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 20. fundur - 01.02.2022

Fyrir liggja drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing er byggir m.a. á gögnum frá Húsnæðis ? og mannvirkjastofnun sem varða byggðakjarnana fjóra í sveitarfélaginu.

Síðustu tvö ár hefur húsnæðisframboð á Borgarfirði aukist um 9 einingar. Ekki hefur losnað húsnæði þess vegna og er skortur á húsnæði á svæðinu. Frá 2018 hefur íbúum Borgarfjarðar fjölgað um 17,6% og haldi sú jákvæða þróun áfram er ljóst að húsnæðisþörfin er verulega vanmetin í drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings. Heimastjórn Borgarfjarðar telur mikilvægt að húsnæðisáætlun Múlaþings endurspegli raunverulega þörf fyrir íbúðarhúsnæði á svæðinu svo framkvæmdaraðilar geti hagnýtt sér þá kosti (stofnframlög og lán) sem í boði eru gegnum Húsnæðis ? og mannvirkjastofnun. Gildandi húsnæðisáætlun Borgarfjarðarhrepps frá 2017 notaði aðrar aðferðir við að meta húsnæðisþörf staðarins og hefur nú þegar 10 ára áætlun hennar verið náð þrátt fyrir að meta þörfina talsvert hærri en drög húsnæðisáætlunar Múlaþings. Heimastjórn Borgarfjarðar metur það svo að þótt að 10 íbúðareiningum yrði bætt við á Borgarfirði nú þegar væri það ekki nóg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir ráðinu liggja að nýju drög að húsnæðisáætlun Múlaþings ásamt athugasemdum sem ráðið hefur gert við áætlunina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta gera breytingar á fyrirliggjandi drögum í samræmi við framlagðar athugasemdir. Drögin í breyttri mynd verði lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20. fundur - 07.02.2022

Fyrir fundinum liggja drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við Húsnæðisáætlunina og samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir sitt leiti.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Farið yfir húsnæðisáætlun Múlaþings.
Búið er að samræma húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið í heild sinni.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir liggja drög að húsnæðisáætlun Múlaþings 2022.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 20. fundur - 09.02.2022

Fyrir lágu bókanir frá fundum byggðaráðs, dags. 18.01.2022, og umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.02.2022, þar sem drögum að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs, fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að gagnagrunnur verði uppfærður og að áætlunin verði birt á viðeigandi hátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem fór yfir stöðuna á skipulagsmálum og fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Fljótsdalshéraði og undirbúning húsnæðisáætlunar Múlaþings. Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir komuna.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?