Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

27. fundur 12. september 2022 kl. 09:30 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags við Jörfa og Dagsbrún á Borgarfirði var kynnt almenningi frá 25. maí til 15. júní 2022. Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma auk uppfærðrar tillögu, sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 11. ágúst 2022. Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um skipulagstillöguna á fundi sínum þann 5. september þar sem var samþykkt að leggja til við heimastjórn að hún verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að nýju deiliskipulagi við Jörfa og Dagsbrún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun taka málið fyrir að nýju á næsta fundi sínum fyrir síðari umræðu sveitarstjórnar. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Heimastjórn bendir á að á fjárhagsáætlun 2022 var úthlutað fjármagni til framkvæmda í Fjarðarborg. Þar á meðal var styrkfé frá Byggðastofnun sem þarf að nýta á þessu ári.

Heimastjórn ítrekar að framkvæmdir ættu að hefjast á árinu. Takist það ekki þarf Múlaþing að huga að því hvernig nýta skuli það fjármagn sem þarf að ráðstafa 2022.

Heimastjórn óskar eftir því við umhverfis - og framkvæmdasvið Múlaþings að þau gögn sem þarf til að taka ákvarðanir í þessu máli verði unnin sem fyrst og kynnt heimastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá rekstraraðilum 2. hæðar Hafnarhúss um breytingu á leigusamningi.

Heimastjórn frestar afgreiðslu málsins og mun leita álits lögfræðings sveitarfélagsins hvort megi verða við beiðninni í ljósi skilyrða útboðs. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Bryndís Snjólfsdóttir starfsmaður áhaldahúss kom á fund heimastjórnar og kynnti áherslur áhaldahúss vegna mögulegra viðhalds - framkvæmdaverkefna við undirbúning fjárhagsáætlunargerðar. Heimastjórn þakkar henni fyrir komuna.

Heimastjórn ræddi einnig eigin tillögur að áherslum hennar til fjárhagsáætlunargerðar 2023 og verkefni frá fyrri áætlunum sem ekki er lokið. Starfsmanni og formanni heimastjórnar falið að útbúa minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Bryndís Snjólfsdóttir starfsmaður Áhaldahús - mæting: 09:45

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fimmtudaginn 6. okt næstkomandi kl. 09:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 3. október. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?