Fara í efni

Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 27. fundur - 12.09.2022

Fyrir liggja drög að fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Heimastjórn Borgarfjarðar mun taka málið fyrir að nýju á næsta fundi sínum fyrir síðari umræðu sveitarstjórnar. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur uppfærð fjallskilasamþykkt fyrir starfssvæði SSA sem þarfnast síðari umræðu af hálfu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefnánssonar, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt til síðari umræðu og afgreiðslu er hún hefur hlotið umfjöllun í heimastjórnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 30. fundur - 06.10.2022

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við uppfærslu á fjallskilasamþykkt.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27. fundur - 06.10.2022

Fyrir drög að Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi og bréf dagsett 31. ágúst og 3. október 2022 frá Jónu Árnýju Þórðardóttur, framkvæmdastjóra SSA, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórnir á starfssvæði SSA taki fjallskilasamþykktina aftur fyrir og staðfesti.
Málinu var vísað til umfjöllunar í heimastjórnum Múlaþings á fundi sveitarstjórnar 14.9. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að fjallaskilasamþykkt. Heimastjórn hvetur til áframhaldandi vinnu við endurskipulag fjallskilamála í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 10.10.2022

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að fjallskilasamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 29. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við uppfærslu á fjallskilasamþykkt.

Getum við bætt efni þessarar síðu?