Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

16. fundur 13. júlí 2021 kl. 09:00 - 10:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jódís Skúladóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Hreindýraveiði á Búlandsdal

Málsnúmer 202107041Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur það mikilvægt að tryggja góða umgegni í og við Búlandsdal, þar sem um vatnsverndarsvæði er að ræða.
Því er nauðsynlegt að felld bráð á Búlandsdal skili sér úr dalnum samdægurs og að ekkert sé skilið þar eftir sem valdið geti mengun á svæðinu.

Heimastjórn heimilar notkun sexhjóla, tímabundið veiðitímabilið 2021, en krefst þess að svæðinu sé ekki spillt með jarðraski og hjólförum og að veiðimenn og leiðsögumenn leitist við að halda sig utan blautra og viðkvæmra svæða með hjólin.

Heimastjórn Djúpavogs mun endurskoða ákvörðun sína fyrir næsta tímabil og meta aðstæður. Einnig leggur Heimastjórn til að skoðaðir verði möguleikar á lagfæringu eldri slóða í Búlandsdal, ásamt lengingu hans. Slíkt myndi stuðla að verndun fólkvangsins og myndi nýtast veiðimönnum, útivistarfólki og öðrum.

Starfsmanni Heimastjórnar falið að fylgja málinu eftir.

2.Afgreiðsla mála og verkferlar á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202104327Vakta málsnúmer

Drög að verkferlum skipulags- og byggingarmála lögð fram til kynningar.

Heimastjórn telur mikilvægt að verkferlar séu skýrir, einfaldir og skilvirkir og fagnar þessari vinnu.

3.Staða skipulagsmála í Gleðivík

Málsnúmer 202012089Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að deiliskipulagi á Gleðivíkursvæðinu sunnanverðu verði lokið sem fyrst, samanber bókanir á fundum Heimastjórnar frá 04.01.2021 og 29.03.2021.

Einnig er nauðsynlegt að fara sem allra fyrst að huga að Aðalskipulagsbreytingum og deiliskipulagi á svæðinu vestan við Gleðivíkurhöfn, í ljósi áforma um aukna uppbyggingu á svæðinu.

Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?