Fara í efni

Staða skipulagsmála í Gleðivík

Málsnúmer 202012089

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 4. fundur - 04.01.2021

Heimastjórn vill benda á fyrirsjáanlegan skort á lóðum fyrir ýmsa iðnaðarstarfsemi, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Víkurland. Vill því Heimastjórn benda á að þörf sé á að skipulegga slíkar lóðir á "Gleðivíkursvæðinu" og að klára skipulag á svæðinu öllu í kjölfarið.
Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Heimastjórn Djúpavogs - 10. fundur - 29.03.2021

Heimastjórn líst vel á framkomnar tillögur, en telur nauðsynlegt að hafa meiri fjölbreytni í stærð lóða og í byggingarmagni og skoða nýtingu svæðinsins betur. Heimastjórn leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem hægt er, vegna eftirspurnar eftir iðnaðar og athafnalóðum.

Heimastjórn Djúpavogs - 16. fundur - 13.07.2021

Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að deiliskipulagi á Gleðivíkursvæðinu sunnanverðu verði lokið sem fyrst, samanber bókanir á fundum Heimastjórnar frá 04.01.2021 og 29.03.2021.

Einnig er nauðsynlegt að fara sem allra fyrst að huga að Aðalskipulagsbreytingum og deiliskipulagi á svæðinu vestan við Gleðivíkurhöfn, í ljósi áforma um aukna uppbyggingu á svæðinu.

Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja bókanir heimastjórnar Djúpavogs vegna athafnalóða á Djúpavogi. Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem gert verði ráð fyrir athafnalóðum við Víkurland og leggur jafnframt til við heimastjórn Djúpavogs að hafin verði vinna við deiliskipulag svæðisins samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Heimastjórn fagnar því að vinna sé að hefjast við Aðalskipulagsbreytingu á Gleðivíkursvæðinu, enda ljóst að mikil uppbygging er framundan á því svæði.
Heimastjórn beinir því til Umhverfis og framkvæmdarsviðs að deiliskipulagsvinna hefjist strax á sama svæði þannig að skipulagsvinna tefji ekki uppbyggingu. Gera þarf ráð fyrir þeirri vinnu í fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem gert verði ráð fyrir athafnalóðum við Víkurland.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem gert verði ráð fyrir athafnalóðum við Víkurland. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 20. fundur - 15.11.2021

Heimastjórn leggur á það mikla áherslu að deiliskipulagi á Gleðivíkursvæðinu sunnanverðu verði lokið sem fyrst, samanber bókanir á fundum Heimastjórnar frá 04.01.2021, 29.03.2021 og 13.07.2021

Einnig er nauðsynlegt að fara sem allra fyrst að huga að Aðalskipulagsbreytingum og deiliskipulagi á svæðinu vestan við Gleðivíkurhöfn, í ljósi áforma um aukna uppbyggingu á svæðinu, samanber bókun í fundargerð frá 13.07.2021

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um að deiliskipulag á "Gleðivíkursvæðinu" verði klárað sem allra fyrst. Heimastjórn furðar sig á seinagangi við þessa vinnu og bendir á að fyrsta bókun heimastjórnar um skipulagsvinnu á þessu svæði er síðan 04.01.2021
Getum við bætt efni þessarar síðu?