Fara í efni

Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 1. fundur - 07.10.2020

Jakob Sigurðsson starfsaldursforseti sveitarstjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Sagði hann að hér væri að hefjast tímamótafundur, sem er fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar í nýsameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Að því búnu var gengið til dagskrár og stýrði Jakob kjöri forseta sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Gauta Jóhannesson sem forseta sveitarstjórnar.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að þeim dagskrárlið loknum tók Gauti Jóhannesson nýkjörinn forseti sveitarstjórnar við stjórn fundarins.

Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir:

a) Kosning 1.og 2. varaforseta
1. varaforseti Stefán Bogi Sveinsson B-lista
2. varaforseti Hildur Þórisdóttir L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


b) Kosning skrifara
Aðalmenn
Kristjana Sigurðardóttir L-lista
Elvar Snær Kristjánsson D-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Varamenn
Hildur Þórisdóttir L-lista
Vilhjálmur Jónsson B-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

c) Byggðarráð
Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista (formaður)
Gauti Jóhannesson D-lista (varaformaður)
Vilhjálmur Jónsson B-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Eyþór Stefánsson L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í byggðarráð rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

Áheyrnarfulltrúar
Jódís Skúladóttir V-lista
Þröstur Jónsson M-lista


d) Fjölskylduráð
Aðalmenn
Elvar Snær Kristjánsson D-lista (formaður)
Guðný Margrét Hjaltadóttir D-lista (varaformaður)
Alda Ósk Harðardóttir B-lista
Guðmundur Björnsson Hafþórsson B-lista
Jódís Skúladóttir V-lista
Kristjana Sigurðardóttir L-lista
Ragnhildur Billa Árnadóttir L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Varamenn
Sigurður Gunnarsson D-lista
Ágústa Björnsdóttir D-lista
Jón Björgvin Vernharðsson B-lista
Helga Erla Erlendsdóttir B-lista
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir V-lista
Arngrímur Viðar Ásgeirsson L-lista
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í fastanefnd með fullnaðarafgreiðsluheimild rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

Áheyrnarfulltrúi
Þórlaug Alda Gunnarsdóttir M-lista

Varaáheyrnafulltrúi:
Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir M-lista

e) Umhverfis- og framkvæmdaráð
Aðalmenn
Stefán Bogi Sveinsson B-lista (formaður)
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista (varaformaður)
Jakob Sigurðsson D-lista
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista
Pétur Heimisson V-lista
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir L-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Varamenn
Eiður Ragnarsson B-lista
Guðrún Ásta Friðbertsdóttir B-lista
Karl Lauritzson D-lista
Svava Lárusdóttir D-lista
Þórunn Hrund Óladóttir V-lista
Ævar Orri Eðvaldsson L-lista
Tinna Jóhanna Magnusson L-lista

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í fastanefnd með fullnaðarafgreiðsluheimild rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

Áheyrnarfulltrúi
Helgi Týr Tumason M-lista

Varaáheyrnarfulltrúi:
Benedikt Vilhjálmsson Warén M-lista

f) Fulltrúar sveitarstjórnar í fjórar heimastjórnir.

Heimastjórn Borgarfjarðar
Í kjöri voru Eyþór Stefánsson sem hlaut 4 atkv. og Þröstur Jónsson sem hlaut 1 atkv. aðrir sátu hjá.
Eyþór þar með kjörinn aðalmaður og jafnframt formaður heimastjórnar.

Varamaður Hildur Þórisdóttir (varaformaður)
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar
Aðalmaður Berglind Harpa Svavarsdóttir (formaður)
Varamaður Jakob Sigurðsson (varaformaður)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
Aðalmaður Vilhjálmur Jónsson (formaður)
Varamaður Stefán Bogi Sveinsson (varaformaður)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Heimastjórn Djúpavogs
Aðalmaður Jódís Skúladóttir (formaður)
Varamaður Kristjana Sigurðardóttir (varaformaður)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


g) Yfirkjörstjórn
Í samræmi við ákvæði 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 kýs sveitarstjórn eftirtalda í yfirkjörstjórn. Þeim er jafnframt falið að hafa yfirumsjón með starfi undirkjörstjórna í sveitarfélaginu sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og að vera hverfiskjörstjórn á kjörstað á Egilsstöðum sbr. sama ákvæði.

Aðalmenn
Björn Aðalsteinsson
Jón Jónsson
Þórunn Hálfdanardóttir

Varamenn
Arna Christiansen
Ásdís Þórðardóttir
Guðni Sigmundsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Með vísan til heimilda í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 5/1998 og 3. mgr. laga nr. 24/2000 er kjöri í undirkjörstjórnir frestað.

h) Fulltrúar sveitarfélagsins á haustþing og aðalfund SSA.
Samkvæmt samþykktum SSA eru allir kjörnir fulltrúar sveitarstjórnar fulltrúar þess á haustþingi og aðalfundi SSA og skipta þar hlutfallslega með sér atkvæðafjölda sveitarfélagsins. Varamenn kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn eru jafnframt varamenn þeirra á haustþingum og aðalfundum SSA.

Sveitarstjórn Múlaþings - 2. fundur - 14.10.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti tillöguna. Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, sem lagði fram frestunartillögu. Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Stefán Bogi Sveinsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 47. gr. Sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn að farið verði eftir ákvæðum 3. mgr. 47. gr. Sveitarstjórnarlaga þegar varamenn eru kallaðir til setu á fundum í nefndum, stjórnum og ráðum þar sem lagðir voru fram sameiginlegir listar við kjör í viðkomandi og þeir urðu sjálfkjörnir, eða kosið var milli þeirra hlutfallskosningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Borin upp tillaga Þrastar Jónssonar um að frestun á tilnefningu fulltrúa í stjórn HEF og hún felld með 10 atkv, en einn geiddi henni atkv.

Stjórn HEF
Vegna tilnefningar í stjórn HEF liggja fyrir þrír listar, sem kosið verður um í hlutfallskosningu í sveitarstjórn.

Listi X - borinn fram af fulltrúum B- og D-lista
Gunnar Jónsson D-lista
Ágústa Björnsdóttir D-lista
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Davíð Þór Sigurðarson D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Benedikt Hlíðar Stefánsson B-lista


Listi Y - borinn fram af fulltrúum L- og V-lista
Skúli Björnsson L-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Jódís Skúladóttir V-lista


Listi Z - borinn fram af fulltrúa M-lista
Þröstur Jónsson M-lista
Björn Ármann Ólafsson M-lista.

Gengið var til atkvæða og hlaut listi X 6 atkvæði, listi Y 4 atkvæði og listi Z 1 atkvæði

Tilnefndir til setu í stjórn HEF eru því eftirtaldir:
Gunnar Jónsson D-lista
Ágústa Björnsdóttir D-lista
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Skúli Björnsson L-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista

Til vara
Davíð Þór Sigurðarson D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Benedikt Hlíðar Stefánsson B-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Jódís Skúladóttir V-lista

Ungmennaráð
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og starfsmanni ungmennaráðs að gera tillögu að nýju erindisbréfi fyrir ungmennaráð Múlaþings. Einnig að kalla eftir tilnefningum í ráðið í samræmi við drög að erindisbréfi, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Öldungaráð
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir tilnefningu eins fulltrúa og eins til vara frá hverju félagi eldri borgara sem starfar innan sveitarfélagsins og einum fulltrúa og einum til vara frá HSA. Tilnefningar skulu liggja fyrir eigi síðar en 6. nóvember en sveitarstjórn mun skipa ráðið, og fulltrúa sveitarstjórnar þar í, á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samráðshópur
Sveitarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að kalla eftir tilnefningum, þriggja fulltrúa og þriggja til vara frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks, samkvæmt nánari ákvörðun ráðsins. Tilnefningar skulu liggja fyrir eigi síðar en 6. nóvember en sveitarstjórn mun skipa samráðshópinn, og fulltrúa sveitarstjórnar þar í, á næsta fundi sínum.

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Almannavarnanefnd
Í samræmi við samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi situr sveitarstjóri í nefndinni sem fulltrúi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir því Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa en varafulltrúi er Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Ársala bs.
Aðalmenn: Björn Ingimarsson, Guðlaugur Sæbjörnsson
Varamenn: Óðinn Gunnar Óðinsson, Hugrún Hjálmarsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heilbrigðisnefnd Austurlands
Aðalmenn: Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson Varamenn: Gauti Jóhannesson, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn: Gauti Jóhannesson D-lista, Stefán Bogi Sveinsson B-lista, Hildur Þórisdóttir L-lista,
Jódís Skúladóttir V-lista
Varamenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Kristjana Sigurðardóttir L-lista, Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista.

Til máls tók. Stefán Bogi Sveinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Brunavarna á Austurlandi
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Brunavarna á Héraði
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Guðlaugur Sæbjörnsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Aðalmaður: Helgi Hjálmar Bragason Varamaður: Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Minjasafns Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að núverandi stjórn haldi umboði sínu þar til endanleg afstaða hefur verið tekin til þess hvort rekstrarformi safnsins verður breytt. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við stjórnina vegna þessa.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands
Í samræmi við samning um Skólaskrifstofu Austurlands er sveitarstjóri fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins. Sveitarstjórn staðfestir því Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa en varafulltrúi er Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Vísindagarðsins ehf.
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
Aðalmenn: Gauti Jóhannesson, Andrés Skúlason
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Svæðisskipulagsnefnd Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að fresta tilnefningu í svæðisskipulagsnefnd þar til SSA, sem heldur utan um vinnu við gerð svæðisskipulags, kallar eftir tilnefningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Stjórn Náttúrustofu Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að núverandi fulltrúar í stjórn haldi umboði sínu til loka kjörtímabilsins.

Til máls tóku. Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Endurmenntunarsjóður
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði að skipa stjórn Endurmenntunarsjóðs sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fram kom að vegna mistaka við afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Múlaþings miðvikudaginn 14. október 2020 var kjörinn einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn Brunavarna á Héraði fyrir hönd Múlaþings í stað tveggja aðalmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að Guðlaugur Sæbjörnsson taki sæti sem aðalmaður í stjórn Brunavarna á Héraði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Á öðrum fundi sveitarstjórnar 14.10. sl. var byggðaráði falið að skipa stjórn Endurmenntunarsjóðs sveitarfélagsins.

Samþykkt að fresta kosningu til næsta fundar.

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Kosning fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stjórn Endurmenntunarsjóðs skuli skipuð fimm fulltrúum, tveimur kjörnum og þremur úr hópi starfsmanna. Horft skal til þess að við skipan fulltrúa verði tekið tillit til þess að frá hverju og einu gömlu sveitafélaganna komi að minnsta kosti einn fulltrúi. Starfsmaður endurmenntunarsjóðs verði verkefnastjóri Mannauðs. Sveitarstjóra, skrifstofustjóra og forseta sveitarstjórnar falið að vinna málið áfram með það markmiði að tilnefningar liggi fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 1. fundur - 04.11.2020

Samkvæmt D lið 48. greinar Samþykkta um stjórn Múlaþings ber heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi nefndir:

1. Stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í samræmi við skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

2. Ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir einn fulltrúi í þriggja manna ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf í samræmi við 10. gr. skipulagsskrár Landbótasjóðs Norður-Héraðs og 3. gr. samkomulags milli Landsvirkjunar og virkjunarnefndar Norður-Héraðs um ýmis mál sem tengjast Kárahnjúkavirkjun, frá 10. september 2002 og viðauka með því. Aðrir fulltrúar í nefndina eru skipaðir af Landsvirkjun og Landgræðslunni.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipar eftirtalda í stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs:
Aðalmenn Sigvaldi H. Ragnarsson, formaður, Björn Hallur Gunnarsson varaformaður, Katrín Ásgeirsdóttir. Varamenn verði þau Sólrún Hauksdóttir, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Stefán Hrafn Jónsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs skipar Jón Hávarð Jónsson í ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í Öldungaráð Múlaþings:

Aðalmenn: Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Einfríður Árnadóttir, Eyþór Elíasson, Jóhann Sveinbjörnsson, Eðvald Ragnarsson og Stefán Þórarinsson.

Varamenn: Jón Ingi Sigurbjörnsson, Oddný Björk Daníelsdóttir, Þorvaldur P. Hjarðar, Helga E. Erlendsdóttir, Gyða Vigfúsdóttir,Gunnhildur Eldjárnsdóttir, Þórunnborg Jónsdóttir og Þórunn Björg Jóhannsdóttir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur varamanns D-lista í sveitarstjórn, þar sem hún óskar eftir leyfi frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Sveitarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar um leyfi frá setu í sveitarstjórn út kjörtímabilið og jafn framt að Ívar Karl Hafliðason taki sæti hennar sem 4. varamaður D-lista í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fram kom að vegna mistaka við afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Múlaþings miðvikudaginn 14. október 2020 var kjörinn einn aðalmaður og einn varamaður í stjórn Brunavarna á Héraði fyrir hönd Múlaþings í stað tveggja aðalmanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Guðlaug Sæbjörnsson sem aðalmann í stjórn Brunavarna á Héraði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá að skipa fulltrúa í stjórn endurmenntunarsjóðs, auk þess að fyrir liggur ósk frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti um endurtilnefningu aðalfulltrúa í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að stjórn endurmenntunarsjóðs verði skipuð eftirtöldum fulltrúum:
Fulltrúar stafsfólks: Guðrún Helga Elvarsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Þorbjörg Sandholt.
Fulltrúar kjörinna: Jakob Sigurðsson og Elvar Snær Kristjánsson.
Starfsmanni falið að boða stjórn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til að eftirtaldir aðilar verði tilnefndir sem aðal- og varafulltrúar í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.
Aðalmenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Svandís Egilsdóttir
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason og Andrés Skúlason.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fjölskylduráð samþykkir að skipa eftirfarandi fulltrúa í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks;

Aðalmenn:
Arnar Klemensson, k.t 211070-6099, Seyðisfirði.
Matthías Þór Sverrisson, kt. 280395-2779, Egilsstöðum
María Sverrisdóttir, kt. 111097-2249, Egilsstöðum

Varamenn:
Jónína Bára Benediktsdóttir, kt. 181193-2479, Egilsstöðum
Karl Sveinsson, kt. 250568-4289, Egilsstöðum
Sjöfn Sigurðardóttir, kt. 240774-5859, Egilsstöðum

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 3. fundur - 30.11.2020

Heimastjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi fulltrúa:
Í stjórn Kvennasmiðjunnar: Kristján Ingimarsson og Gauti Jóhannesson. Þorbjörg Sandholt og Steinunn Jónsdóttir til vara.
Í stjórn Nönnusafns: Ingi Ragnarsson og Kristján Ingimarsson til vara.
Í stjórn Ríkarðshúss: Elísabet Guðmundsdóttir, Gauti Jóhannesson og Jódís Skúladóttir. Ingi Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Hrönn Jónsdóttir til vara. Í stjórn Snorrasjóðs: Kristján Ingimarsson formaður, Bergþóra Birgisdóttir og Gauti Jóhannesson.
Heimastjórn leggur jafnframt til að gengið verði til viðræðna við Andrés Skúlason vegna verkefnastjórnar vegna Teigarhorns.
Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn tímabundið sem fulltrúi sveitarstjóra og starfsmaður heimastjórnar. Heimastjórn á Djúpavogi býður Eið velkominn til starfa.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fram hefur komið ósk frá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs um að Múlaþing endurskipi fulltrúa í svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, til að jafna kynjahalla sem orðinn var í svæðisráðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn að skipa eftirtalda aðila sem aðal- og varafulltrúa í svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Aðalmenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Svandís Egilsdóttir.
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason og Andrés Skúlason.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Fyrir liggur að skipa þarf fulltrúa fyrir Múlaþing í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings skipar Stefán Boga Sveinsson, formann umhverfis- og framkvæmdaráðs, og Maríu Markúsdóttur, skipulagsfulltrúa Múlaþings sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá að skipa þarf varamenn í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.
Einnig kom fram að eðlilegt væri að endurskoða skipan byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum með hliðsjón af breyttri skipan lista í sveitarstjórn, sem og skipan og verkefni vinnuhóps um Gamla ríkið á Seyðisfirði með hliðsjón af stöðu þess verkefnis.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, verði skipuð sem varamenn í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa frekari umfjöllun og úrvinnslu vegna byggingarnefndar Menningarhúss á Egilsstöðum og vinnuhóps Gamla ríkisins á Seyðisfirði til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 6. fundur - 13.01.2021

Fyrir fundinum lá að kjósa þarf þrjá aðalmenn og þrjá til vara frá sveitarstjórn í Samráðshóp Múlaþings um málefni fatlaðs fólks.

Til máls tók: Jódís Skúladóttir.

Eftirfarandi tillag lögð fram:

Aðalmenn: Fanney Sigurðardóttir, Guðný Margrét Hjaltadóttir og Stefán Bogi Sveinsson

Varamenn: Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson og Vilhjálmur Jónsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Auk þessara fulltrúa hafa eftirfarandi fulltrúar hagsmunasamtaka verið skipaðir í samráðshópinn.

Aðalmenn:
Arnar Klemensson, Matthías Þór Sverrisson og María Sverrisdóttir.

Varamenn:
Jónína Bára Benediktsdóttir, Karl Sveinsson og Sjöfn Sigurðardóttir.


Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd B-listans:

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Gunnhildi Ingvarsdóttur sem varafulltrúa B-lista í fjölskylduráð í stað Helgu Erlu Erlendsdóttur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 12. fundur - 16.02.2021

Fyrir lá minnisblað varðandi Endurmenntunarsjóð Múlaþings þar sem m.a. lá fyrir tillaga frá stjórn endurmenntunarsjóðs þar sem fram kom að lagt sé til að í stað stjórnar Endurmenntunarsjóðs verði skipuð Starfsþróunar- og símenntunarnefnd sem, auk þess að yfirtaka hlutverk Endurmenntunarsjóðs, fylgi þeim kröfum sem gerðar eru til símenntunaráætlana og starfsþróunar samkvæmt kjarasamningum. Í nefndinni skuli sitja verkefnastjóri mannauðs, launafulltrúi og fulltrúi úr hópi stjórnenda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að láta útbúa erindisbréf fyrir Starfsþróunar- og símenntunarnefnd í anda þeirra áherslna er fram koma í framlögðu minnisblaðið varðandi Endurmenntunarsjóð Múlaþings. Erindisbréf ásamt formlegum tillögum að fulltrúum í Starfsþróunar- og símenntunarnefnd Múlaþings verði síðan lagt fyrir byggðaráð Múlaþings til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 14. fundur - 02.03.2021

Fyrir lágu drög að erindisbréfi fyrir Starfsþróunar- og símenntunarnefnd.

Einnig lá fyrir tillaga um að nefndina skipi þau Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs, Nína Heiðrún Óskarsdóttir launafulltrúi, Haraldur
Geir Eðvaldsson slökkviliðsstjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir starfs- og símenntunarnefnd Múlaþings og að fulltrúar í starfsþróunar- og símenntunarnefnd verði:
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings
Nína Heiðrún Óskarsdóttir, launafulltrúi Múlaþings
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings samþykkir jafnframt að samhliða þessu verður sérstök stjórn fyrir endurmenntunarsjóð Múlaþings aflögð enda taki starfsþróunar og símenntunarnefnd Múlaþings yfir þau verkefni er endurmenntunarsjóði er ætlað að sinna.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá beiðni frá Stefáni Boga Sveinssyni um leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1. til 30. júní 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að veita Stefáni Boga Sveinssyni leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1. til 30. júní 2021. Jafnframt er samþykkt að Jónína Brynjólfsdóttir taki sæti Stefáns Boga í sveitarstjórn og taki einnig við formennsku í umhverfis- og framkvæmdaráði meðan á leyfinu stendur. Einnig samþykkt að Eiður Ragnarsson verði aðalfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði á sama tíma og að Benedikt Hlíðar Stefánsson taki tímabundið sæti Eiðs sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði meðan á leyfinu stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 25. fundur - 15.06.2021

Fyrir lá minnisblað frá RR-ráðgjöf, dags. 07.06.2021, varðandi fyrirspurnir er komu fram m.a. á stöðufundi, dags. 28.05.2021, og snúast um hæfi og upplýsingarétt kjörinna fulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun byggðaráðs, dags. 31.08.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings skipi undirkjörstjórnir lögum samkvæmt, þrjá aðalmenn og þrjá til vara. Skipaðar verði tvær á Fljótsdalshéraði, ein á Borgarfirði, ein á Djúpavogi og ein á Seyðisfirði. Leitað verði til þeirra er sæti áttu í viðkomandi undirkjörstjórnum við síðustu kosningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt 15. grein laga um kosningar til Alþingis og 14. grein laga um kosningar til sveitarstjórna kýs sveitarstjórn Múlaþings eftirtalda í undirkjörstjórnir í kjördeildum sveitarfélagsins:

Fljótsdalshérað, Kjördeild 1
Aðalmenn:
Lovísa Hreinsdóttir
Rannveig Árnadóttir
Jón Hávarður Jónsson
Varamenn:
Eydís Bjarnadóttir
Hugborg Hjörleifsdóttir
Erlendur Steinþórsson

Fljótsdalshérað, Kjördeild 2
Aðalmenn:
Inga Rós Unnarsdóttir
Vignir Elvar Vignisson
Agnar Sverrisson
Varamenn:
Guðný Kjartansdóttir Briem
Ingvar Skúlason
Stefán Þór Hauksson

Borgarfjörður eystri
Aðalmenn:
Sigrún H. Arngrímsdóttir
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kári Borgar Ásgrímsson
Varamenn:
Sigurlaug Margrét Bragadóttir
Tinna Jóhanna Magnusson
Sigurður Högni Sigurðsson

Seyðisfjörður
Aðalmenn:
Ásta Guðrún Birgisdóttir
Jóhann Grétar Einarsson
Ólafía Stefánsdóttir
Varamenn:
Jón Halldór Guðmundsson
Auður Brynjarsdóttir
Unnur Óskarsdóttir

Djúpivogur
Aðalmenn:
Egill Egilsson
Kristrún Gunnarsdóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Varamenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 16. fundur - 13.10.2021

Fyrir lá erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu aðalfulltrúa í svæðisráð austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Svandísar Egilsdóttur.

Einnig lá fyrir erindi frá Jódísi Skúladóttur þar sem hún biðst lausnar frá setu í sveitarstjórn Múlaþings, Heimastjórn Djúpavogs og fagráðum sveitarfélagsins.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að tilnefna í stað Svandísar Egilsdóttur Þórunni Hrund Óladóttur sem aðalfulltrúa í svæðisstjórn austursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarð. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að í stað Jódísar Skúladóttur taki Helgi Hlynur Ásgrímsson sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn, sem áheyrnarfulltrúi í byggðaráði og sem fulltrúi sveitarstjórnar í heimastjórn Djúpavogs, Kristín Sigurðardóttir taki sæti sem aðalmaður í fjölskylduráði og Lára Vilbergsdóttir sem aðalmaður í byggingarnefnd menningarhúss.
Sveitarstjórn vísar jafnframt skipan fulltrúa í stjórn Ríkarðshúss til heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá erindi frá Þresti Jónssyni þar sem fram kemur að skipta þurfi út áheyrnarfulltrúa M-lista í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að í stað Helga Týs Tumasonar taki Hannes Karl Hilmarsson sæti sem áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 21. fundur - 07.12.2021

Fyrir liggur bókun byggðarráðs þar sem því er beint til heimastjórnar Djúpavogs að skipa í stjórn Ríkarðssafns.


Heimastjórn samþykkir að Jódís Skúladóttir sitji áfram í stjórn Ríkarðssafns.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá til afgreiðslu endurkjör forseta og varaforseta sveitarstjórnar auk byggðaráðs Múlaþings. Jafnframt lá fyrir að skipa þyrfti nýjan varafulltrúa í fjölskylduráð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Gauti Jóhannesson verði kjörinn forseti sveitarstjórnar, Stefán Bogi Sveinsson fyrsti varaforseti og Hildur Þórisdóttir annar varaforseti.

Jafnframt verði í byggðaráð kjörnir eftirtaldir fulltrúar:
Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista (formaður)
Gauti Jóhannesson, D-lista (varaformaður)
Vilhjálmur Jónsson, B-lista
Hildur Þórisdóttir, L-lista
Eyþór Stefánsson. L-lista
Helgi Hlynur Ágrímsson V-lista (áheyrnarfulltrúi)
Þröstur Jónsson M-lista (áheyrnarfulltrúi)

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir V-lista verði skipaður varafulltrúi í fjölskylduráði í stað Kristbjargar Mekkín Helgadóttur sem hefur flutt úr sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 43. fundur - 09.11.2023

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Farið var yfir með hvaða hætti ráðið verður í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi.
Starfið verður auglýst og fór sveitarstjóri yfir drög að auglýsingu á fundinum. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 11:45
Getum við bætt efni þessarar síðu?