Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá HEF veitum um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við útrás og hreinsivirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 21. fundur - 07.12.2021

Kynnt fyrir heimastjórn staðan á vinnu við Aðalskipulagsbreytingu vegna útrásar við Langatanga.

Heimastjórn fagnar því að þessi vinna sé farin af stað og jafnramt lýsir yfir ánægju með að frárennslismál byggðarlagsins í heild, séu nú í endurskoðun og áform um frekari úrbætur séu komnar á áætlun.

Heimastjórn telur mikilvægt að gengið sé vel um umhverfi Langatanga, sem er að mestu ósnortið og að allur frágangur sé góður og mannvirki falli vel að umhverfinu.

Einnig vill Heimastjórn hvetja til að nýta sem best möguleg samlegðaráhrif við þessa framkvæmd og stígagerð á svæðinu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.11.2021, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Helgi H.Ásgrímsson og Stefán B.Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Lagt fram til kynningar greinargerð að Aðalskipulagsbreytingu við Gleðivík og vegna útrásar við Langatanga.
Var efnið á síðunni hjálplegt?