Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

42. fundur 05. október 2023 kl. 10:00 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow.

Heimastjórn þakkar samráðshópi um Cittaslow fyrir öflugt og uppbyggjandi starf.

Lagt fram til kynningar.

2.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði og gerði grein fyrir áherslum við gerð framkvæmda- og fjárfestingaáætlunar.

Heimastjórn þakkar fyrir greinargóða og upplýsandi yfirferð en leggur áherslu á að allra leiða verði leitað til að auka við framkvæmdafé á Djúpavogi. Sérstaklega árin 2025 og 2026 en ekkert er áætlað til stærri fjárfestinga þau ár í þeim tillögum sem liggja fyrir.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 10:10

3.Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá svar Ars Longa við fyrirspurn varðandi uppbyggingu og lagfæringar á Vogalandi 5.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir að metnaðarfullt starf hefur verið unnið í tengslum við uppbyggingu safnkosts, dagskrárgerð og sýningarhald eins og fram kemur í svari Ars Longa. Heimastjórn tekur einnig undir að tíminn líður hratt og því brýnt að sem fyrst verði hafist handa við endurbætur á húsinu í samræmi við samkomulag þar um við sveitarfélagið Múlaþing. Sérstaklega mikilvægt er að vinna við ytra byrði hússins hefjist sem fyrst og þannig komið í veg fyrir mögulegt foktjón vegna klæðningar hússins sem er í mjög slæmu ástandi.
Heimastjórn á Djúpavogi óskar safninu alls hins besta og hlakkar til að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu þess á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Menningarstyrkir: Nýlega fór fram seinni úthlutun á menningarstyrkjum í Múlaþingi fyrir 2023. Verkefni á svæðinu sem hlutu styrk eru eftirfarandi: Þórir Stefánsson, Tyrkjaránið - ljósmyndasýning, Ágústa Arnardóttir, Fjölmenningarmánuður - mánuður tileinkaður fjölmenningu, Áhugahópur fólks um sjósókn á Djúpavogi, Minnisvarði um látna sjómenn - varðveisla menningarsögu um sjósókn, Ágústa Arnardóttir, Hvað ætla ég að gera - myndskreytt verkefnabók fyrir börn, Þuríður Elísa Harðardóttir, Ljósmyndasýning á Teigahorni - ljósmyndir af umhverfi og náttúru Austurlands.

Sætún: Framkvæmdum við salernisaðstöðu í Sætúni er lokið. Enn er þó eftir frágangur utandyra.

Björgunarmiðstöð á Djúpavogi: Sveitarstjóri og fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi hafa fundað með viðbragðsaðilum. Málið er í vinnslu.

Hafnarframkvæmdir: Vinna er hafin við að steypa þekjuna á bryggjunni og styttist í verklok.

Faktorshúsið: Sveitarstjóri og fulltrúi sveitarstjóra hafa fundað með fulltrúum Goðaborgar ehf. Málið er í vinnslu.

Salernisaðstaða við Kjörbúðina: Áfram er unnið að málinu í samráði við forsvarsmenn verslunarinnar.

Ljósleiðari: Framkvæmdir eru hafnar við lagningu 3ja fasa rafmagns frá Núpi að Kelduskógum og ljósleiðara frá Hamraborg inn að Kelduskógum.

Leikkastali: Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á leikkastala í Blánni.

Hitaveituframkvæmdir: Undirbúningur er hafinn vegna borunar eftir heitu vatni innan við Djúpavog. Boranir hefjast í nóvember.

Hundasvæði á Djúpavogi: Starfsmaður heimastjórnar hefur fundað með fulltrúa hundaeigenda á Djúpavogi. Málið er í vinnslu.

Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi: Enn hefur ekki orðið af fundi formanns heimastjórnar á Djúpavogi með formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs með forsvarsaðilum N1.

Snjóhreinsun á Öxi: Ekki hafa borist viðbrögð frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar starfsmanns heimastjórnar um með hvaða hætti staðið verður að vetrarþjónustu á Öxi. Stefnt er að fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar við fyrsta tækifæri.

Starfsmannamál: Fulltrúi sveitarstjóra og starfsmaður heimastjórnar á Djúpavogi hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum í lok desember.

Íbúafundur: Boðað verður til íbúafundar 7. nóvember samkvæmt áætlun.

5.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 6. nóvember á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?