Fara í efni

Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 6. fundur - 01.02.2021

Heimastjórn telur brýnt að viðkomandi húsi verði komið í viðunandi ástand sem allra fyrst og að sú starfsemi sem í húsinu verði, falli að skipulagi svæðisins. Heimastjórn leggur á það mikla áherslu í ljósi aukinnar eftirspurnar á atvinnuhúsnæði á Djúpavogi að skipulag lóða fyrir slíka starfsemi verði klárað sem allra fyrst.

Starfsmanni falið að bregðast við erindum.

Byggðaráð Múlaþings - 11. fundur - 02.02.2021

Fyrir lágu tvö erindi frá aðilum varðandi möguleg kaup á húsnæðinu Vogalandi 5 á Djúpavogi.

Fyrir liggur umfjöllun heimastjórnar Djúpavogs frá fundi hennar sem haldin var 1. febrúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem til umfjöllunar eru hjá sveitarfélaginu hugmyndir varðandi framtíðarstarfsemi í umræddu húsnæði mun byggðaráð taka málið fyrir að nýju þegar umbeðnar upplýsingar og áætlanir sem óskað hefur verið eftir um það verkefni liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fer yfir stöðu Vogshússins og drög að samning við Ars Longa.
Vinnsla samnings við Ars Longa er á lokastigi.

Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum yfir ástandi hússins og vill sjá úrbætur sem allra fyrst.
Getum við bætt efni þessarar síðu?