Fara í efni

Cittaslow 2022

Málsnúmer 202203219

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Heimastjórn mun boða Heiðdísi Hólm Guðmundsdóttur á fund í ágúst til að fara yfir stöðu Cittaslow og framtíð þess á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með að tengiliður og umsjón með Cittaslow sé nú á Djúpavogi. Heimastjórn leggur jafnframt áherslu á að komið verði á auknu samstarfi við íbúa og að sérstöku Cittaslow ráði verði komið á fót. Starfsmanni falið að fylgja verkefninu eftir með það fyrir augum að nýtt Cittaslow ráð verði kynnt heimastjórn á fundi hennar í desember.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Starfsmaður gerði grein fyrir viðbrögðum við auglýsingu þar sem öllum var boðið að bjóða sig fram til setu í hópnum sem fundar að jafnaði 2-4 á á ári. Alls lýstu sex yfir áhuga á að taka þátt. Heimastjórn þakkar kærlega þann áhuga sem verkefninu er sýndur og er sammála um að allir hlutaðeigandi taki sæti í hópnum.

Lögð fram tillaga um að hópurinn verði skipaður eftirfarandi:

Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hugrún Malmquist, Íris Birgisdóttir, Jóhanna Reykjalín, Þorbjörg Sandholt og Þórdís Sigurðardóttir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 33. fundur - 05.01.2023

Fundargerð 1. fundar samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi lögð fram til kynningar.

Heimastjórn fagnar því að samráðshópurinn hefur tekið til starfa og hlakkar til samstarfs við hann í framtíðinni.

Samþykkt samhljóða

Heimastjórn Djúpavogs - 34. fundur - 02.02.2023

Fyrir fundinum lá fundargerð 2. fundar samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs tekur undir með samráðshópnum um að endurvekja heimasíðu gamla Djúpavogshrepps, eða sambærilega síðu, með það að markmiði að hún verði vettvangur upplýsingamiðlunar og skemmtunar á svæðinu. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Fulltrúi sveitarstjóra gerði grein fyrir starfi samráðshóps um Cittaslow frá síðasta fundi. Hópurinn fundaði með vefteymi Múlaþings 20. febrúar þar sem farið var yfir áherslur varðandi kjarnasíðu Djúpavogs og yfirfærslu á gömlu efni. Málið er í vinnslu.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi frá 16. mars og 30. mars þar sem fram kom með hvaða hætti styrk til menningarstarfs í jaðarbyggðum yrði ráðstafað.
Heimastjórn á Djúpavogi lýsir ánægju sinni með niðurstöðuna og þakkar samráðshópnum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 37. fundur - 04.05.2023

Aðalfundur Nordic Cittaslow verður haldinn í Ulvik í Noregi 6.-9. júní og mun starfsmaður heimastjórnar sitja fundinn.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

Fyrir fundinum lá fundargerð samráðshóps um Cittaslow á Djúpavogi dags. 11. maí 2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Starfsmaður heimastjórnar gerði grein fyrir heimsókn sinni til Ulvik í Noregi þar sem hann sat ársfund Nordic Cittaslow 6.-9. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 40. fundur - 10.08.2023

Starfsmaður heimastjórnar gerði grein fyrir undirbúningi vegna Cittaslow Sunday sem haldið verður upp á í lok september. Starfshópur um Cittaslow mun sjá um viðburðinn sem verður auglýstur tímanlega.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum láu tillögur að samfélagslegu gróðurhúsi og samfélagslegum veiðibát/trillu frá Þórdísi Sævarsdóttur.
Tillögunum vísað til samráðshóps um Cittaslow til umfjöllunar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 42. fundur - 05.10.2023

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow.

Heimastjórn þakkar samráðshópi um Cittaslow fyrir öflugt og uppbyggjandi starf.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?