Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

49. fundur 02. maí 2024 kl. 10:00 - 12:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að gerður verði göngustígur í samræmi við óskir íbúa síðustu ár, frá leikskóla framhjá húsinu Hammersminni að íþróttasvæði/leiksvæði í Blánni.

Einnig að skoðaður verði að stígur frá tjaldsvæði sem tengist þessum stíg í ljósi mikillar umferðar ferðamanna á sumrin.

Gangstéttar meðfram umferðargötum eru víðast hvar mjög mjóar og í slæmu ásigkomulagi og bera þær ekki umferð gangandi þegar mest er. Verður það til þess að gangandi eiga það til að ganga á götunni við hlið gangstéttar með tilheyrandi hættu fyrir þá og óþægindi fyrir akandi umferð.

Með þessum stígum opnast á gönguleið frá miðsvæði (viðkomu skemmtiferðaskipa) framhjá byggð sem ætti að minnka áreitið við heimahús. Einnig opnast möguleiki á að ferðamenn stoppi á plani við slökkvistöð og gangi í bæinn.

Falla þessi áform vel að áherslum framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og óskar heimastjórn eftir því að sótt verði um styrk í hann til að flýta fyrir þessari framkvæmd.

Fleiri áherslur heimastjórnar eru í fylgiskjali undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

2.Eysteinsstofa

Málsnúmer 202404146Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni Eysteinsstofu í Löngubúð.

Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Bætt aðstaða í Djúpavogshöfn

Málsnúmer 202404069Vakta málsnúmer

Heimastjórn líst mjög vel á framkomnar hugmyndir. Heimastjórn telur einning mikilvægt að samhliða þessari framkvæmd verði unnið að endurbótum á aðstöðu til olíuáfyllingar smábáta, ásamt því að endurbyggja aðstöðu fyrir landtöku smábáta á sama stað.

Heimastjórn hefur áður bent á þörfina fyrir endurbætur á aðstöðu til landtöku á fundi (11.08.2022) og einnig hefur Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallað um sama mál á fundi (03.10.2022, mál nr.202208029).

Heimastjórn vísar erindinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fer með málefni hafna Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Úthlutun Fiskeldissjóðs var 39.646.000.- en sótt var um í endurbætur á slökkvistöð, til að koma upp þjónustumiðstöð fyrir Djúpavog og um endurbætur í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Alls var sótt um 151 milljón í þessi verkefni.

Heimastjórn telur mikilvægt að endurskoða áætlanir um þessi verkefni í ljósi þess hve lág styrkúthlutunin er.

5.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður íbúafundur heimastjórnar verður á Hótel Framtíð miðvikudaginn 08. maí 2024 kl. 17:00 - 19:00.

Gert er ráð fyrir því að sveitarstjórn Múlaþings verði á fundinum, ásamt sveitarstjóra, formanni umhverfissviðs og framkvæmastjóra HEF.

Heimastjórn hvetur íbúa til nýta tækifærið og fjölmenna á fundinn.

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Hitaveita: Borun var hætt í byrjun apríl. Borað var niður á 800 metra en ekki fannst vatn í þessari atrennu.

Fráveita: Gert er rað fyrir að framkvæmdir við fráveitu að Langatanga hefjist í byrjun maí.

Vatnsveita: Vel gekk að bora eftir köldu vatni inn við Búlandsá og er HEF að vinna í því að koma þeim holum í nýtingu sem allra fyrst, þannig að hægt sé að leggja af vatnsbólið inn á Búlandsdal.

Gleðivík: Búið er að bjóða út gangstétt við Eggin í Gleðivík. Gert er ráð fyrir lagfæringu á aðstöðu og aðgengi við egginn samhliða þeirri vinnu. Styrkur að upphæð 28.546.000.- fékkst til úrbóta á svæðinu frá Uppbyggingarsjóði ferðamannastaða, til að bæta aðgengi og tryggja öryggi á svæðinu.

Faktorshús: Opnað var á síðasta vetrardag og þykir bæði heimamönnum og gestum vel hafa tekist til með framkvæmdina og almennt mikil ánægja með að líf sé komið í Faktorshúsið.

Samfélagsverkefni heimastjórna: Búið er að panta "aparólu", afgreiðslutími er 6-8 vikur.

Hammondhátíð: Tókst með afbrigðum vel, var vel sótt og utanhátíðardagskrá var veglegri en nokkru sinni fyrr.

Fundi slitið - kl. 12:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?