Fara í efni

Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Heimastjórn stefnir á að halda fund með íbúum á Djúpavogi síðar í mánuðinum.

Heimastjórn Djúpavogs - 30. fundur - 06.10.2022

(KI kom aftur til fundar.) Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og hyggst halda íbúafundi reglulega. Fram kom tillaga um að boða íbúafundi með eftirfarandi hætti nú í haust: 19. október fyrir þéttbýlið á Djúpavogi, 26. október fyrir dreifbýlið í Berufirði og 2. nóvember fyrir dreifbýlið í Hamarsfirði og Álftafirði. Verður auglýst nánar síðar. Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 34. fundur - 02.02.2023

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og heldur íbúafundi reglulega. Gert er ráð fyrir að næsti íbúafundur verði haldinn 29. mars á Djúpavogi. Að þessu sinni verður einn fundur haldinn fyrir alla íbúa í gamla Djúpavogshreppi. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og heldur íbúafundi reglulega. Gert er ráð fyrir að næsti íbúafundur verði haldinn 7. nóvember á Djúpavogi þegar áætlað er að samantekt um starfsemi hafna þ.m.t. skipakomur og annað þeim tengt liggi fyrir. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 43. fundur - 09.11.2023

Fyrir fundinum lá samantekt um ábendingar og spurningar sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var 7. nóvember.

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með góðan fund og mætingu, þakkar íbúum fyrir komuna og góðar umræður. Starfsmanni falið að fara yfir framkomnar athugasemdir og vísa þeim áfram þar sem það á við og gera grein fyrir niðurstöðum á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá yfirlit yfir svör við athugasemdum, spurningum og ábendingum sem komu fram á íbúafundi 7. nóvember.
Heimastjórn mun setja tiltekin mál á dagskrá og bregðast við eftir því sem við á og aðstæður leyfa.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 48. fundur - 04.04.2024

Íbúafundur heimastjórnar verður haldinn á Djúpavogi, fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00 - 19:00.

Starfsmanni falið að staðsetja og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?