Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

52. fundur 05. september 2024 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Innsent erindi, Nýting á heitu vatni við Djúpavog

Málsnúmer 202208120Vakta málsnúmer

Áhugahópur um nýtingu á heitu vatni við Djúpavog fór yfir sínar hugmyndir um undirbúningsvinnu vegna mögulegrar nýtingar á heitu vatni og á svæðinu í kring. Heimastjórn þakkar áhugahópnum fyrir sína yfirferð á málinu.

Fyrir liggur styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til skipulagsbreytinga á svæðinu í tengslum við heitt vatn á Búlandsnesi.

Heimastjórn vill leita leiða til að nýta þennan styrk til skipulagsbreytinga á svæðinu og felur starfmanni að boða framkvæmda- og umhverfsmálastjóra á fund til að fara yfir málið.

Gestir

  • Þórir Stefánsson - mæting: 10:00
  • Kristján Ingimarsson - mæting: 10:00

2.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163Vakta málsnúmer

Að mati heimastjórnar ættu heimastjórnir að koma að áætlanagerðum sem þessum strax í upphafi ferilsins, en ekki í lokin þegar í raun er orðið of seint að gera athugasemdir. Eins telur heimastjórn að tækifæri séu til að sækja um styrki í fleiri verkefni en gert er ráð fyrir í þessari áætlun.

Á fundi sínum 2. maí sl. lagði heimastjórn Djúpavogs fram sínar áherslur og lagði til að sótt yrði um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í þau verkefni. Engin þeirra eru inn á þessari áætlun í ár.

Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Djúpavogs telur nauðsynlegt að fara yfir þjónustustefnuna, það sem fram kom á íbúafundi um stefnuna og móta áherslur heimastjórnar á vinnufundi.

Starfsmanni falið að boða vinnufund.

4.Fráveita á Djúpavogi Langitangi

Málsnúmer 202101275Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar því að framkvæmdum við fráveitu að Langatanga sé lokið, en bendir á að betur þyrfti að huga að öryggi vegfarenda um Vogaland. Engar hindranir séu við vegbrún og því mikil hætta fyrir akandi, sérstaklega að vetrarlagi.

Starfmanni falið að fylgja málinu eftir.

5.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs vill árétta fyrri bókanir um að Axarvegi verði sinnt betur bæði með tilliti til vetrarþjónustu og viðhalds allt árið.
Þess má geta að hátt í 60 þúsund bílar óku yfir Öxi í júní, júlí og ágúst. Slíkur umferðarþungi kalli á meiri þjónustu og endurbætur.


6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Vatnsveita:
Vinna hafin við lagnavinnu frá nýju vatnsbóli að lögninni inn á Teigum.

Vogaland:
Lagt verður slitlag og malbik á götuna fyrir haustið, klæðningaflokkur og malbikunarflokkur væntanlegir nú í byrjun september.

Víkurland:
Frágangi á göngustíg lokið, vinna hafin við að steypa gangstétt við eggin, lagfæring á göngustíg að Tankinum lokið.

Grunnskóli:
Vinna við heimilisfræðistofu komin vel á veg. Skólalóð frágengin að mestu með nýjum klifurkastala.

Djúpavogshöfn:
Lokaáfangi á þekjusteypu hafinn, vinna við háspennukapal að höfninni langt komin og samhliða þvi vinna við dælulögn fyrir Búlandstind. Vinna við rafmagn er hafin. Eftir er að tengja nýjar vatnslagnir niður að bryggjukanti.
Vinna við aðstöðuhús við trébryggju er í undirbúningi, en ákveðið var í vor að ekki myndi ganga að vera í framkvæmdum á háanna tíma við höfnina og því var framkvæmdum frestað til haustsins.

7.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur reglulegi heimastjórnar Djúpavogs verður haldin fimmtudaginn 10. október nk kl 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 4. október á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?