Fara í efni

Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 4. fundur - 01.02.2021

Á fundinn undir þessum lið sátu þeir Sveinn Sveinsson og Davíð Þór Sigfússon frá Vegagerðinni sem gerðu grein fyrir fyrirkomulagi snjóhreinsunar á Öxi.

Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að taka upp viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er. Ekki síst er þetta mikilvægt í ljósi nýafstaðinnar sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi í Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 8. fundur - 10.02.2021

Fyrir lá ósk frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs um að sveitarstjórn Múlaþings taki upp viðræður við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að vetrarþjónusta á Öxi verði bætt verulega frá því sem nú er enda er um mikilvæga samgöngutengingu að ræða á milli byggðakjarna innan sveitarfélagsins. Einnig er vert að hafa í huga öryggisþáttinn þar sem þetta snýr einnig að aðgengi að heilbrigðisþjónustu, brunavörnum og flugsamgöngum. Það er mat sveitarstjórnar að eðlilegt sé að færa þjónustustig Axarvegar vegna vetrarþjónustu af þjónustuflokki 4 á þjónustuflokk 2. Jafnframt leggur sveitarstjórn Múlaþings áherslu á að útboði vegna framkvæmda við nýjan veg yfir Öxi verði hraðað þannig að framkvæmdir geti hafist á árinu eins og fyrirhugað hefur verið.
Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið með ósk um viðræður vegna þessa sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 23. fundur - 07.02.2022

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir miklum vonbrigðum með takmarkaða vetrarþjónustu á Axarvegi í vetur. Snjólétt hefur verið og því lítið mál að halda veginum meira opnum en raun ber vitni.
Enn er nokkura ára bið eftir nýjum vegi og óásættanlegt er að ekki komi aukin vetrarþjónusta á veginn fram að því að nýr vegur verði tekin í notkun.
Heimastjórn skorar á samgönguyfirvöld og Vegagerðina að tryggja fjármagn í opnun vegarins yfir vetrartímann.
Í ljósi aðstæðna beinir Heimastjórn því til Sveitarstjórnar að hefja viðræður við samgönguyfirvöld um fjármögnun á vetrarþjónustu og tryggja fasta ruðningsdaga á Axarvegi strax næsta haust.
Getum við bætt efni þessarar síðu?