Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

61. fundur 05. júní 2025 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar styrktarúthlutun Fiskeldissjóðs fyrir árið 2025
Heimastjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 02.06.2025 þar sem það harmar að ekki hafi fengist úthlutað úr sjóðnum til byggingar þjónustumiðstöðvar og hafnarhúss á Djúpavogi og vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að endurskoða umgjörð þess hvernig sveitarfélög fá tekjur af fiskeldi.

Einnig telur heimstjórn að endurskoða þurfi innan sveitarfélagsins með hvaða hætti sé sótt um í Fiskeldissjóð og á hvaða forsendum, til að tryggja jákvæðari útkomu við úthlutanir.

Ánægjulegt er þó að fengist hafi styrkur að upphæð 44.840.000.- til þess að hefja undirbúning að stækkun Leikskólans Bjarkatúns.


Samþykkt samhljóða.

2.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Heimastjórn ákvað á fundi sínum þann 10. apríl síðastliðin að úthluta 1.850.000.- í verkefni í íþróttamiðstöð Djúpavogs og 1.073.229.- i endurbætur á göngustíg um Klifið.
Búið er að ganga frá göngustíg upp Klifið. Unnið er í undirbúningi verkefna í Íþróttamiðstöð Djúpavogs, en fyrir liggur að loka þarf í einhverja daga þegar kemur að framkvæmdum.

3.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Farið yfir síðasta íbúafund Heimastjórnar sem haldinn var á Hótel Framtíð 20. maí síðastliðinn.
Heimastjórn þakkar íbúum fyrir góða mætingu, spurningar og umræðu á fundinum.

4.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer





Sætún:
Frágangi er nánast lokið, búið er að mála húsið og á einungis eftir að ganga frá rennum og þakkanti.

Bóndavarða:
Verið er að vinna í endurbótum á göngustíg frá Grunnskóla Djúpavogs upp á Bóndavörðu. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru byrjaðir að leggja ecoristar á þann stíg, með sama hætti og gert var í Klifinu.

Starfsemi í Geysi:
Engin sótti um 55% stöðu sem auglýst var, verið er að skoða hvaða möguleikar eru til staðar varðandi móttöku íbúa þar.

Slökkvistöð:
Vinna við endurbætur á slökkvistöð gengur samkvæmt áætlun, gert er ráð fyrir því að endurbótum ljúki eftir miðjan júlí.

Gleðivík:
Frágangi í kringum Eggin í Gleðivík er lokið.

Grunnskólinn:
Búið er að skipta um hluta þaks, vinna heldur áfram í sumar í áföngum við lagfæringar á þaki og frágangi því tengt.

Öxi:
Keyra á malarslitlagi á valda karfla á Axarvegi á næstu vikum.

Framkvæmdir við Djúpavogshöfn:
Endurbygging á hafnarkanti við Djúpavog er lokið. Verklokafundur var með verktökum og Vegagerðinni í síðustu viku maí. Malbik er komið á við smábátahöfn, en vegna rangrar uppmælingar var blettur skilinn eftir, verður lagt á þann blett við fyrsta tækifæri. Búið er að reisa þjónustuhúsið, en frágangur eftir innandyra og á klæðningu utanhúss.

Skemmtiferðaskip:
Haldinn var fundur 15. maí með hagaðilum í ferðaþjónustu, hafnarstarfsfólki og umboðsmönnum til að stilla saman strengi fyrir sumarið.

Nýtt upplýsingaskilti:
Búið er að koma upp nýju upplýsingaskilti fyrir þorpið á Sætún. Er í skoðun að endurnýja skiltin sem eru inn við vegamót.

5.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á að vera þann 3. júlí samkvæmt samþykktri fundaráætlun heimastjórnar. Lagt er til að ekki verði haldinn fundur í júlí nema brýna nauðsyn beri til og því er gert ráð fyrir að næsti fundur heimastjórnar verði haldinn fimmtudaginn 14. ágúst kl 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 8. ágúst, á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?