Fara í efni

Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfi- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, uppdráttur dagsettur 25. febrúar 2022 og greinagerð dagsett 28. febrúar 2022, fyrir deiliskipulag vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli á Eyvindarárdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verð kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 4. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 07.03.2022

Fyrir liggur vinnslutillaga, uppdráttur dagsettur 25. febrúar 2022 og greinagerð dagsett 28. febrúar 2022, fyrir deiliskipulag vegna akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli á Eyvindarárdal.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi, sbr. 4. mgr. 40. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að vinnslutillaga verði kynnt samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal var kynnt almenningi frá 14. júlí til 5. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir ráðinu liggja umsagnir opinberra aðila sem bárust á kynningartíma auk samantektar á viðbrögðum við þeim. Fyrir ráðinu liggur tillaga til auglýsingar, sett fram á uppdrætti og greinargerð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal var kynnt almenningi frá 14. júlí til 5. ágúst 2022. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir liggja umsagnir opinberra aðila sem bárust á kynningartíma auk samantektar á viðbrögðum við þeim. Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, sett fram á uppdrætti og greinargerð.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 14.11. 2022 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Í erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett 8. maí eru gerðar athugasemdir sem liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að fjalla um.
Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkir ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið „d“ vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Miðað er við að gögn verði uppfærð og fjarlægð aðstöðuhúss að vegi verði ekki minni en 30 metrar.

Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að koma húsinu fyrir í meiri fjarlægð frá vegi en sem nemur 30 metrum og það kosti mun meira rask á umhverfi og landi að gera það og tekur ráðið undir þau sjónarmið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.6. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkir ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Miðað er við að gögn verði uppfærð og fjarlægð aðstöðuhúss að vegi verði ekki minni en 30 metrar.

Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að koma húsinu fyrir í meiri fjarlægð frá vegi en sem nemur 30 metrum og það kosti mun meira rask á umhverfi og landi að gera það og tekur ráðið undir þau sjónarmið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar málinu þar til fyrir liggur hvort veitt verði undanþága frá 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem deiliskipulag akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sótt verði um til innviðaráðuneytisins að veitt verði undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið "d" vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir akstursíþróttavæði í Skagafelli. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38. fundur - 10.08.2023

Auglýsingu deiliskipulags akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli lauk þann 2. mars sl. Engar athugasemdir bárust en Skipulagsstofnun tók skipulagið til athugunar í samræmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fyrir fundinum liggur jafnframt minnisblað frá skipulagsráðgjafa með tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Jafnframt liggur fyrir bréf, dagsett 6. júlí 2023, frá Innviðaráðuneytinu, um að ráðuneytið fallist á að veitt sé undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 5.6. 2023 að fyrirliggjandi skipulagstillaga yrði lagfærð til samræmis við minnisblað ráðgjafa. Jafnframt samþykkti ráðið að leggja til við sveitarstjórn að hún sækti um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið d vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir Akstursíþróttasvæði í Skagafelli. Jafnframt samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð á fundinum að vísa skipulaginu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 8. júní 2023 en var þá frestað.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?