Fara í efni

Fundargerðir starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins C9 Náttúruvernd og efling byggða og Úthéraðsverkefnis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vill að gefnu tilefni benda á að markmið verkefnisins er efling byggðar á Úthéraði. Heimastjórn leggur áherslu á að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum svæðiðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Farið yfir stöðuna á verkefninu.
Í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um verkefnið er lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, var, í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um Úthéraðverkefnið, lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Eftirfarandi var bókað á fundi sveitarstjórnar 12.1. 2022:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar skipan í hópinn þar til kynningarfundur um verkefnið hefur verið haldinn fyrir íbúa svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 07.03.2022

Fyrir liggur tillaga að tímasetningu og dagskrá opins fundar um Úthéraðsverkefnið.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?