Fara í efni

Fundargerðir starfshóps um Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins C9 Náttúruvernd og efling byggða og Úthéraðsverkefnis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vill að gefnu tilefni benda á að markmið verkefnisins er efling byggðar á Úthéraði. Heimastjórn leggur áherslu á að verkefnið verði kynnt fyrir íbúum svæðiðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Farið yfir stöðuna á verkefninu.
Í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um verkefnið er lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, var, í ljósi þess að tveir fulltrúar af fjórum hafa látið af störfum í starfshópi um Úthéraðverkefnið, lagt til við sveitarstjórn að nýir fulltrúar verði skipaðir í þeirra stað frá sveitarfélaginu. Jafnframt er lagt til að óskað verði eftir fulltrúum íbúa í starfshópinn, t.d. frá búnaðarfélögum í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Eftirfarandi var bókað á fundi sveitarstjórnar 12.1. 2022:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar skipan í hópinn þar til kynningarfundur um verkefnið hefur verið haldinn fyrir íbúa svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 07.03.2022

Fyrir liggur tillaga að tímasetningu og dagskrá opins fundar um Úthéraðsverkefnið.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Á fundinn undir þessum lið mætti Jóna Árny Þórðardóttir, hjá Austurbrú, sem fór yfir stöðuna á Úthéraðsverkefninu og fyrirhugaðan íbúafund í Brúarásskóla 27. ágúst. Heimastjórn þakkar Jónu Árnýju fyrir kynninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggja niðurstöður könnunar sem gerð var af Austurbrú í sumar meðal íbúa á Úthéraði um viðhorf þeirra til ýmissa þjónustuþátta og tækifæri á svæðinu, einnig niðurstöður íbúaþings sem haldið var á Brúarási 27. ágúst í sumar og þá liggur fyrir kynning verkefnahóps Úthéraðsverkefnis á könnuninni og íbúaþinginu sem og tillögur verkefnahópsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar og lofar frumkvæði og framlag verkefnahóps Úthéraðsverkefnisins og tekur undir þær tillögur sem hópurinin leggur fram. Heimastjórn vísar málinu til byggðaráðs til umfjöllunar. Jafnframt samþykkir heimastjórn að óska eftir að verkefnahópurinn komi til fundar við heimastjórn í upphafi næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 71. fundur - 17.01.2023

Fyrir liggur minnisblað varðandi Úthéraðsverkefnið þar sem fram kemur m.a. að heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir þær tillögur er verkefnahópur leggur til.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og fagnar þeirri vinnu er unnin hefur verið af verkefnahópi um eflingu byggða á Úthéraði. Byggðaráð styður þær tillögur er hópurinn leggur fram að því gefnu að árlegur styrkur sveitarfélagsins, sem þar er gert ráð fyrir, rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Fyrir liggja niðurstöður könnunar sem gerð var af Austurbrú í sumar meðal íbúa á Úthéraði um viðhorf þeirra til ýmissa þjónustuþátta og tækifæri á svæðinu, einnig niðurstöður íbúaþings sem haldið var á Brúarási 27. ágúst í sumar og þá liggur fyrir kynning verkefnahóps Úthéraðsverkefnis á könnuninni og íbúaþinginu sem og tillögur verkefnahópsins.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar 8.12. 2022.

Á fundi byggðaráðs 17.1. 2023 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og fagnar þeirri vinnu er unnin hefur verið af verkefnahópi um eflingu byggða á Úthéraði. Byggðaráð styður þær tillögur er hópurinn leggur fram að því gefnu að árlegur styrkur sveitarfélagsins, sem þar er gert ráð fyrir, rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Á fundinn undir þessum lið mættu Davíð Þór Sigurðarson og María Guðbjörg Guðmundsdóttir fulltrúar verkefnahóps Úthéraðsverkefnsins.

Fram kom á fundinum að verkefnahópur um Úthéraðsverkefni mun leggja fram kostnaðar- og verkáætlun á næstu vikum fyrir byggðaráð ásamt drögum að samkomulagi um verkefnið. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar stuðning sinn við að verkefnið verði að veruleika.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?