Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

26. fundur 01. september 2022 kl. 13:00 - 15:55 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Kynning á starfsemi íþrótta- og æskulýðsdeildar

Málsnúmer 202208061Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri, sem kynnti stofnanir og starfsemi sveitarfélagsins á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Bylgju fyrir góða kynningu og greinagóðar upplýsingar.

Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hvanná 1

Málsnúmer 202205025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra áforma um skógrækt á 82,4 ha svæði í landi Hvannár 1 (L156914) á Jökuldal. Hluti fyrirhugaðs ræktunarsvæðis er innan svæðis nr. 642 á náttúruminjaskrá, Gilja- og Hauksstaðahólar, og liggur fyrir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt viðbrögðum framkvæmdaraðila við henni.

Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um málið á 60. fundi sínum og samþykkti að vísa umsögn NÍ og viðbrögðum framkvæmdaaðila til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að óskað verði eftir að framkvæmdaaðili skili inn skýrari gögnum og þá sérstaklega uppdrætti af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Þar verði t.d. gerð grein fyrir með skýrum hætti hvaða trjátegundum fyrirhugað er að planta og hvar á svæðinu. Sýnt verði hvar eru náttúrulegir birkiskógar á umræddu framkvæmdasvæði og að skýrt komi fram í hvaða slík birkiskógasvæði eigi ekki að planta öðrum tegundum. Einnig verði látið koma fram hvar minjar eru á svæðinu og helgunarsvæði þeirra. Þá leggur heimastjórnin til að framkvæmdasvæðið nái ekki inn á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Þannig verði dregið úr neikvæðri ásýnd af framkvæmdinni á jökulvatnasethóla frá ísöld og tryggður sýnileiki jarðminjanna á náttúruminjaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga nýs deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæði við Valgerðarstaði í Fellum. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 12. ágúst 2022. Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað um græn svæði í skipulaginu, dagsett 26. ágúst 2022.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.8. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum að svæðið "grænn geiri við Klofastein" verði felldur út og lóðir aðlagaðar og að nýjar götur fái allar nafnið Valgerðarvegur.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en leggur til að gert verði ráð fyrir að götunöfnin verði í samræmi við eldri greinargerð frá 12.8. 2022, sem tekin var fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 29.8.2022. Þá leggur heimastjórn til að "græni geirinn við Klofastein" fái að halda sér enda góð rök fyrir því tilgreind í greinargerð og tryggt verði að sveitarfélagið hirði um svæðið.

Samkþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ályktun af aðalfundi Hollvinasamtaka Hjaltalundar

Málsnúmer 202208134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun frá aðalfundi Hollvinasamtaka Hjaltalundar, sem haldinn var í Hjaltalundi 20. ágúst 2022, þar sem hvatt er til þess að komið verði upp útskoti við vegmót Sandbrekkuvegar og Borgarfjarðarvegar, þar sem m.a. yrði mögulegt að koma upp skiltum með upplýsingum um svæðið s.s. um Hjaltalund, náttúruperlur, Hjaltastaðakirkju, gönguleiðir og fleira.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs líst vel á hugmyndina og bendir hollvinasamtökunum á að vera í samvinnu við Vegagerðina um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gangnaseðill 2022 fyrir Eiðaþinghá.

Einnig liggur fyrir ályktun frá fundi landeigenda og ábúenda í Eiðaþinghá, sem haldinn var 26. ágúst. Þar er skorað á Múlaþing að láta gera við afréttargirðingu sem liggur ofan bæja í Eiðaþinghá milli Gilsár og Eyvindarár og tryggja að framvegis verði nauðsynlegu viðhaldi við girðinguna sinnt á hverju vori.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að umhverfis- og framkvæmdaráð taki upp viðræður við Skógræktina og Vegagerðina um afréttargirðingu sem liggur ofan bæja í Eiðaþinghá milli Gilsár og Eyvindarár á grundvelli eldra samkomulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 29.8. 2022, frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, þar sem kallað er eftir áherslum heimastjórna varðandi nýframkvæmdir og viðhald á þeirra svæði, sem verði síðan hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir að fá frá umhverfis- og framkvæmdasviði yfirlit yfir framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2022-2025 og stöðu framvindu verkefna á Fljótsdalshéraði.

Málið áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 15:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?