Fara í efni

Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 24. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggja gangnaseðlar og gangnaboð 2022 fyrir Jökulsárhlíð, Hjaltastaðaþinghá, norðan Jökulsár, Skriðdal og Velli.

Heimastjórn samþykkir að gangaseðlar og gangaboð verði aftur teknir fyrir í heimastjórn þegar allir gangaseðlar og gangaboð liggja fyrir sem og ákvörðun um endurgjald fyrir dagsverk fyrir smölun.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við byggðaráð að það taki til umfjöllunar endurgjald fyrir dagsverk við smölun, sbr. tillögur sem fram koma í fundargerðum fjallskilanefnda og sameiginlegum fundi fjallskilastjóra, starfsfólks sveitarfélagsins og fulltrúa í heimastjórnum, í júní s.l.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir þeim tillögum og ábendingum um réttir, t.d. um endurnýjun og viðhald þeirra, sem fram koma í fundargerðum fjallskilanefnda til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25. fundur - 04.08.2022

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Seyðisfjörð.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Djúpavogs - 28. fundur - 11.08.2022

Lagðir fram til samþykktar gangnaseðlar og gagnaboð 2022 í gamla Djúpavogshreppi.

Í gangi er vinna við breytingar við endurskoðun á fjallskilasamþykktum fyrir Múlasýslur. Þegar þeirri vinnu er lokið mun heimastjórn taka þær tillögur fyrir. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á svæðinu undanfarin ár og kallar það á endurskoðun á fyrirkomulagi fjallskila í framtíðinni.

Heimastjórn samþykkir framlagðan gagnaseðil og að fækka fjallskiladeildum úr þremur í eina. Fjallskilastjóri verður Eiður Gísli Guðmundsson.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 4. ágúst sl. þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að fjalla um tillögur og ábendingar um réttir, td. endurnýjun og viðhald þeirra, sem fram koma í fundargerðum vegna fjallskila í Jökulsárhlíð og norðan Jökulsár.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna að málinu í samstarfi við fjallskilastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 04.08.2022, þar sem lagt er til við byggðaráð að það taki til umfjöllunar endurgjald fyrir dagsverk við smölun. Einnig liggur fyrir fundargerð fundar fjallskilastjóra og fulltrúa sveitarfélagsins, dags. 24.06.2022 auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfismála varðandi fjallskil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og beinir því til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25. fundur - 18.08.2022

Fyrir liggja gangnaseðlar og gangnaboð 2022 fyrir Jökulsárhlíð, Hjaltastaðaþinghá, norðan Jökulsár, Skriðdal, Velli, Fellin, Jökuldal austan ár og Tungu.

Einnig liggur fyrir fundargerð fundar fjallskilastjóra og fulltrúa sveitarfélagsins, dags. 24.06.2022 auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfismála varðandi fjallskil. Þá liggur fyrir bókun byggðaráðs frá 16. ágúst 2022 þar sem tekið er undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og því beint til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla.

Heimastjórn samþykkir að taka tillögu um endurgjald fyrir dagsverk með inn í frekari vinnu um fjallskil í Múlaþingi sem heimastjórn leggur til að farið verði í á vegum sveitarfélagsins, samhliða endurskoðun á fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á Austurlandi sem heimastjórn telur nauðsynlegt að ljúka sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 26. fundur - 18.08.2022

Byggðarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum. 16. ágúst:

Byggðaráð tekur undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og beinir því til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 26. fundur - 01.09.2022

Fyrir liggur gangnaseðill 2022 fyrir Eiðaþinghá.

Einnig liggur fyrir ályktun frá fundi landeigenda og ábúenda í Eiðaþinghá, sem haldinn var 26. ágúst. Þar er skorað á Múlaþing að láta gera við afréttargirðingu sem liggur ofan bæja í Eiðaþinghá milli Gilsár og Eyvindarár og tryggja að framvegis verði nauðsynlegu viðhaldi við girðinguna sinnt á hverju vori.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að umhverfis- og framkvæmdaráð taki upp viðræður við Skógræktina og Vegagerðina um afréttargirðingu sem liggur ofan bæja í Eiðaþinghá milli Gilsár og Eyvindarár á grundvelli eldra samkomulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?