Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

14. fundur 20. ágúst 2021 kl. 09:15 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Skúli Vignisson varamaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi ásamt athugasemd frá Hákoni Erlendssyni og Birni Erlendssyni við tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir undir Bjólfi. Fyrir fundinum liggur einnig umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna.

Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur móttekið ofangreint erindi, dags. 6.júlí 2021, þar sem fram koma athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir undir Bjólfi. Í erindinu er vísað til þinglýsts samnings, dags. 2.september 1959, um afhendingu á landi gegn því að ekki verði staðsett hús eða götur á milli húsanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7 eða ofan við þau.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir legu göngustígs við rætur Fjarðargarðs, norðan við íbúðarhúsið Fjörð 7. Í greinargerð með skipulagstillögunni kemur fram að umræddur göngustígur verður malarstígur, allt að 3 m breiður, sem verður jafnframt nýttur sem þjónustuvegur til að sinna viðhaldi. Þá er í greinargerðinni jafnframt tekið fram að heimilt sé að setja upp hliðslá við enda göngustíga til að hindra almenna akstursumferð um svæðið.

Heimastjórn Seyðisfjarðar getur ekki fallist á að umræddur samningur frá 1959 geti komið í veg fyrir gerð göngustígs ofan lóðanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7. Í samningnum er tilgreint að ekki verði staðsett hús eða götur á milli eða ofan við ofangreind húsa án heimildar Erlends Björnssonar. Eins og fyrr segir gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir akfærum göngustíg sem að mati heimastjórnar Seyðisfjarðar getur ekki fallið undir skilgreiningu götu eins og segir í samningnum.

Þegar af þessari ástæðu telur heimastjórn að fyrirhugaður stígur falli ekki undir samninginn sem vitnað er til og mun því ekki rekja atriði sem varða gildi hans og túlkun að öðru leyti.

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og samþykkir að ábendingar Minjastofnunar Íslands verði teknar inn við endanlega frágang tillögunnar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Umræða fór fram um fjárhagsáætlun næsta árs og Heimastjórn minnir á mikilvægi þess að húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla verði sett í forgang.

3.Umsagnabeiðni - Austurvegur 23 Seyðisfirði

Málsnúmer 202108040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Býtibúrinu kt. 660521-0540, dagsett 10.08.2021, umsókn um leyfi til reksturs Veitingaleyfi-E Kaffihús, Austurvegi 23, Seyðisfirði.

Fyrir liggur umsögn frá skipulagsfulltrúa, einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Ekki liggur fyrir umsögn frá byggingarfulltrúa og Brunaeftirliti.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn með fyrirvara um jákvæða umsögn byggingarfulltrúa og Brunaeftirlits. Heimastjórn staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Heimastjórn bendir á að vinnueftirlitið og lögreglan skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

4.Tækniminjasafn Austurlands,tilnefning í stjórn TA

Málsnúmer 202012074Vakta málsnúmer

Heimastjórn leggur til að núverandi fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Tækniminjasafnsins verði áfram og leggur áherslu á aukið samtal milli stjórnar Tækniminjasafnsins og stjórnsýslu Múlaþings.

5.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?