Fara í efni

Tækniminjasafn Austurlands, fjármál

Málsnúmer 202012074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lá erindi frá Tækniminjasafni Austurlands, þar sem óskað er eftir framlagi frá sveitarfélaginu sem nemur fjárhæð sem er umtalsvert umfram það sem ráð er fyrir gert í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp vegna verkefnisins Heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlanagerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra að fara yfir málið og leggja tillögur varðandi útfærslu fyrir byggðaráð er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Fyrir lá ósk frá fulltrúa Tækniminjasafns Austurlands um að sveitarfélagið skipi fulltrúa í vinnuhóp vegna verkefnisins Heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlanagerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fresta tilnefningunni til næsta fundar og felur sveitarstjóra að undirbúa málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lágu umbeðnar upplýsingar varðandi skipan og verkefni vinnuhóps um heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlunargerð Tækniminjasafns Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhóp um heildarendurskoðun og stefnumótandi áætlunargerð Tækniminjasafns Austurlands.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 14. fundur - 20.08.2021

Heimastjórn leggur til að núverandi fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Tækniminjasafnsins verði áfram og leggur áherslu á aukið samtal milli stjórnar Tækniminjasafnsins og stjórnsýslu Múlaþings.

Byggðaráð Múlaþings - 29. fundur - 24.08.2021

Fyrir lá erindi frá forstöðumanni Tækniminjasafnsins varðandi Vélsmiðjuna og Wathne-húsið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að boða stjórn og forstöðumann Tækniminjasafnsins á fund byggðaráðs þar sem fyrirliggjandi hugmyndir verði ræddar m.a.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 32. fundur - 21.09.2021

Fyrir lá samantekt frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem farið er yfir stöðu safnsins í dag, þriggja ára aðgerðaráætlun og beiðni til Múlaþings varðandi samstarf og fjárhagslegan stuðning. Inn á fundinn komu fulltrúar Tækniminjasafnsins þær Jónína Brynjólfsdóttir og Elfa Hlín Pétursdóttir.

Í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Fyrir lá samantekt frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem farið er yfir stöðu safnsins í dag, þriggja ára aðgerðaráætlun og beiðni til Múlaþings varðandi samstarf og fjárhagslegan stuðning.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir samantekt er unnin var í framhaldi af vinnustofu er fór fram í júní sl. þar sem umfjöllunarefnið var staða Tækniminjasafnsins og leiðir til framtíðar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að fá lögfræðing til að fara yfir reglur, samþykktir og stjórnsýslulega stöðu félagsins.

Samþykkt samhljóða

Byggðaráð Múlaþings - 34. fundur - 05.10.2021

Fyrir lá minnisblað frá lögmanni varðandi reglur, samþykktir og stjórnsýslulega stöðu sveitarfélagsins. Jafnframt lá fyrir samantekt er unnin var í framhaldi af vinnustofu sem fór fram í júní sl. Sveitastjóra falið að koma fyrirliggjandi minnisblaði frá lögmanni á framfæri við stjórn tækniminjasafnsins.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 40. fundur - 14.12.2021

Fyrir lá tölvupóstur fulltrúa Tækniminjasafns Austurlands þar sem óskað er eftir svörum við beiðnum er send voru til sveitarfélagsins á haustdögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að koma á fundi byggðaráðs með fulltrúum Tækniminjasafnsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Fyrir fundinum liggur til kynningar beiðni frá Tækniminjasafni Austurlands um rekstrarstyrk til sveitarfélagsins og beiðni til fjárlaganefndar Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 41. fundur - 18.01.2022

Fyrir liggja gögn frá Tækniminjasafni Austurlands er voru m.a. til umfjöllunar á fundi stjórnar Tækniminjasafnsins með byggðaráði og sveitarstjóra 4.janúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings sér ekki forsendur til þess að Tækniminjasafnið fái greiddan styrk vegna sumarstarfsfólks á árinu 2021 þar sem ekki var þörf á sumarstarfsmönnum það ár. Byggðaráð felur atvinnu- og menningarfulltrúa að koma þessari niðurstöðu á framfæri við stjórn Tækniminjasafnsins auk upplýsinga um fyrirhuguð framlög Múlaþings til safnsins samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022.

Varðandi aðkomu Múlaþings að þarfagreiningu vegna aðstöðu Tækniminjasafnsins og skipan í starfshóp þessu tengt þá felur byggðaráð Múlaþings sveitarstjóra að fara nánar yfir málið með framkvæmda- og umhverfismálastjóra og fulltrúa sveitarfélagsins í vinnuhóp um heildarendurskoðun og stefnumótun Tækniminjasafnsins. Málið verði tekið fyrir að nýju er niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir.

Varðandi hugmyndir er snúa að lóðaúthlutun á Lónsleiru, afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins og mögulega yfirtöku sveitarfélagsins á húsnæði í eigu Tækniminjasafnsins verður slíkt tekið til skoðunar er nánari niðurstöður liggja fyrir varðandi flutning húsa og framtíðarskipulag á umræddu svæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?