Fara í efni

Seyðisfjörður ofanflóðavarnir undir Bjólfi Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202010609

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3. fundur - 04.11.2020

Lögð er fyrir skipulags- og matslýsing, dagsett 28. október, vegna breytinga á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags fyrir ofanflóðavarnir undir Bjólfi, Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana og kynna í samræmi við fyrirmæli skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja vinnslutillögur fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir ofanflóðavarnir undir Bjólfi. Einnig liggur fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar og kynntar í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til afgreiðslu, hvað varðar deiliskipulag og til sveitarstjórnar hvað varðar aðalskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 6. fundur - 01.03.2021

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar og kynntar í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.

Heimastjórn leggur áherslu á að nýtt húsbílastæði verði tilbúið áður en núverandi stæði verður fjarlægt og að passað verði uppá það að nýja stæðið verði ekki minna en núverandi stæði.

Sveitarstjórn Múlaþings - 9. fundur - 10.03.2021

Til máls tóku. Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson og Gauti Jóhannesson.

Fyrir lá vinnslutillaga fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa þær og kynna í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 8. fundur - 15.03.2021

Heimastjórn gerir ekki athugasemd við tillöguna að öðru leyti en því að gæta þarf þess að nýtt húsbílastæði verði tilbúið áður en gamla stæðið verður ónýtanlegt.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 18. fundur - 07.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera nauðsynlegar breytingar á tillögunni til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar. Ráðið telur þó ekki rétt að sameina breytingatillögu við aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Vesturvegar 4, þeirri tillögu sem hér er til umfjöllunar. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (PH) var fjarverandi.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs vegna breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Gauti Jóhannesson, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrispurn, Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson, Vilhjálmur Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs um breytingar vegna ábendinga Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa úrvinnslu málsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að láta fullvinna og auglýsa tillöguna svo breytta, í samræmi við ákvæði 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og heimilar að tillaga að deiliskipulagi fyrir sama svæði verði auglýst samhliða sbr. 2. mgr. 41. gr. sömu laga. Tillagan verði send heimastjórn Seyðisfjarðar til umsagnar á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 10. fundur - 03.05.2021

Fyrir heimastjórn liggur tillaga um skipulags- og matslýsingu, vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi við Seyðisfjörð. Heimastjórn samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 12. fundur - 09.06.2021

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst í samræmi við ákvæði 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar auk tillögu að deiliskipulagi vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi við Seyðisfjörð og óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnasvæðis Seyðisfjarðar. Ein athugasemd barst á auglýsingatíma deiliskipulags vegna ofanflóðavarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og vísar afgreiðslu vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar til sveitastjórnar Múlaþings og afgreiðslu á deiliskipulagi til heimastjórnar Seyðisfjarðar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa gera drög að svörum við athugasemdum og felur heimastjórn að afgreiða þau.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 14. fundur - 18.08.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 11.08.2021, þar sem tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar er samþykkt og vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 14. fundur - 20.08.2021

Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi ásamt athugasemd frá Hákoni Erlendssyni og Birni Erlendssyni við tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir undir Bjólfi. Fyrir fundinum liggur einnig umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna.

Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur móttekið ofangreint erindi, dags. 6.júlí 2021, þar sem fram koma athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnir undir Bjólfi. Í erindinu er vísað til þinglýsts samnings, dags. 2.september 1959, um afhendingu á landi gegn því að ekki verði staðsett hús eða götur á milli húsanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7 eða ofan við þau.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir legu göngustígs við rætur Fjarðargarðs, norðan við íbúðarhúsið Fjörð 7. Í greinargerð með skipulagstillögunni kemur fram að umræddur göngustígur verður malarstígur, allt að 3 m breiður, sem verður jafnframt nýttur sem þjónustuvegur til að sinna viðhaldi. Þá er í greinargerðinni jafnframt tekið fram að heimilt sé að setja upp hliðslá við enda göngustíga til að hindra almenna akstursumferð um svæðið.

Heimastjórn Seyðisfjarðar getur ekki fallist á að umræddur samningur frá 1959 geti komið í veg fyrir gerð göngustígs ofan lóðanna Fjarðar 3 og Fjarðar 7. Í samningnum er tilgreint að ekki verði staðsett hús eða götur á milli eða ofan við ofangreind húsa án heimildar Erlends Björnssonar. Eins og fyrr segir gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir akfærum göngustíg sem að mati heimastjórnar Seyðisfjarðar getur ekki fallið undir skilgreiningu götu eins og segir í samningnum.

Þegar af þessari ástæðu telur heimastjórn að fyrirhugaður stígur falli ekki undir samninginn sem vitnað er til og mun því ekki rekja atriði sem varða gildi hans og túlkun að öðru leyti.

Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og samþykkir að ábendingar Minjastofnunar Íslands verði teknar inn við endanlega frágang tillögunnar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?