Fara í efni

Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu og velja milli þeirra valkosta sem tilgreindir eru í minnisblaðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að afla frekari gagna um klæðningu með tilliti til ásýndar hússins og verður málið tekið fyrir að nýju þegar þau gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Málið var áður tekið fyrir hjá ráðinu í vor þar sem kallað var eftir frekari gögnum sem nú liggja fyrir. Um er að ræða útlitstillögur vegna utanhússviðgerða við Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um hvaða leið verður fyrir valinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Samþykkt með 6 atkvæðum en einn (PH) var fjarverandi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 15. fundur - 04.10.2021

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að húsið verði einangrað, múrað og málað. Sú útfærsla breytir ekki útliti hússins eins og það hefur verið lengst af og er einnig hagkvæmt upp á framtíðarviðhald. Heimastjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að boðað verði til íbúafundar varðandi fyrirliggjandi valkosti.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti niðurstöður íbúakönnunar vegna utanhússklæðningar á Herðubreið á Seyðisfirði. Ekki kom fram afgerandi niðurstaða úr könnuninni en álklæðning hlaut flest atkvæði og steining fæst.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:40
Var efnið á síðunni hjálplegt?