Fara í efni

Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu og velja milli þeirra valkosta sem tilgreindir eru í minnisblaðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að afla frekari gagna um klæðningu með tilliti til ásýndar hússins og verður málið tekið fyrir að nýju þegar þau gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Málið var áður tekið fyrir hjá ráðinu í vor þar sem kallað var eftir frekari gögnum sem nú liggja fyrir. Um er að ræða útlitstillögur vegna utanhússviðgerða við Herðubreið á Seyðisfirði. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um hvaða leið verður fyrir valinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Samþykkt með 6 atkvæðum en einn (PH) var fjarverandi.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 15. fundur - 04.10.2021

Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að húsið verði einangrað og annaðhvort klætt eða steinað. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að boða til íbúafundar á Seyðisfirði þar sem fyrirliggjandi valkostir verða kynntir í samráði við heimastjórn Seyðisfjarðar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að húsið verði einangrað, múrað og málað. Sú útfærsla breytir ekki útliti hússins eins og það hefur verið lengst af og er einnig hagkvæmt upp á framtíðarviðhald. Heimastjórn tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að boðað verði til íbúafundar varðandi fyrirliggjandi valkosti.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti niðurstöður íbúakönnunar vegna utanhússklæðningar á Herðubreið á Seyðisfirði. Ekki kom fram afgerandi niðurstaða úr könnuninni en álklæðning hlaut flest atkvæði og steining fæst.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 09:40

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 18. fundur - 06.12.2021

Kjartan Róbertsson verkstjóri framkvæmdamála kom inná fundinn og fór yfir niðurstöður könnununar meðal íbúa varðandi val á aðferð við viðgerð utanhúss fyrir Herðubreið.

Heimastjórn ítrekar fyrri bókun frá fundi sínum 04.10.2021

"Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur til að húsið verði einangrað, múrað og málað. Sú útfærsla breytir ekki útliti hússins eins og það hefur verið lengst af og er einnig hagkvæmt upp á framtíðarviðhald."

Gestir

  • Kjartan Róbertsson, verkstjóri framkvæmdamála - mæting: 09:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um utanhússklæðningu fyrir Herðubreið. Verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að ráðist verði í múrviðgerðir á Herðubreið og húsið málað. Jafnframt samþykkir ráðið að ef það verður talið hagkvæmt og nauðsynlegt verði austurgafl elsta hluta hússins klæddur með álklæðningu. Ráðið telur að við endurbætur og viðhald á húsnæði sveitarfélagsins á svæðinu innst við Austurveg og við Suðurgötu sé rétt að leitast við að færa húsin að utan í sem upprunalegast horf. Samþykkt er að kalla eftir ráðgjöf frá Minjastofnun Íslands um litaval á Herðubreið.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (ÁHB).

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:50

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti niðurstöður útboðs utanhúss framkvæmda við Herðubreið. Tvö tilboð bárust í verkið og var þeim báðum hafnað. Var þetta í annað skipti sem verkið er boðið út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra framkvæmdamála að kanna möguleika á öðrum útfærslum á klæðningu Herðubreiðar í ljósi þess hve erfiðlega gengur að fá aðila í verkið. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:20

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Verkefnastjóri framkvæmda kynnir stöðu mála við Herðubreið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að í ljósi þess að útboð á múrviðgerðum hússins hafa ekki skilað tilætluðum árangri verði horfið frá þeim áformum og horft til þess að klæða húsið. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 08:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Steingrímur Jónsson verkefnastjóri framkvæmda sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála vegna Herðubreið. Umhverfis- og framkvæmdaráð lagði til á 107.fundi sínum, að í ljósi þess að útboð á múrviðgerðum hússins hafi ekki skilað tilætluðum árangri, verði horfið frá þeim áformum og horft til þess að klæða húsið. Ráðið vísaði málinu til umfjöllunar hjá heimastjórn Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þessa samþykkir heimastjórn tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að haldið verði áfram með áform um að klæða Herðubreið en leggur áherslu á að klæðningin verði ekki með sýnilegum festingum. Heimastjórn leggur til að hugmyndirnar verði kynntar á komandi íbúafundi heimastjórnar. Heimastjórn þakkar Steingrími Jónssyni fyrir greinagóða yfirferð

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?