Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

6. fundur 01. mars 2021 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Skriðuföll á Seyðisfirði
a) Færsla muna Tækniminjasafnsins úr Hafnargötu 44
b) Beiðni um tilnefningu Heimastjórnar í Verkefnastjórn

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

a) Safnaráð hefur tilkynnt Tækniminjasafninu að óhemilt er að geyma ómetanlega muni eins og til dæmis þá sem eru á efri hæð Hafnargötu 44 í húsi á C svæði.

Skúli Vignisson og Zuhaitz Akizu komu á fund Heimastjórnar og fóru yfir stöðu mála. Safnið er enn á neyðarstigi við björgun muna, og liggur fyrir að það þurfi að fjarlægja og grysja muni úr fjórum húsum sem eru Angró, Skemman, Vélsmiðjan og Gamla símstöðin. Heimastjórn styður stjórn safnsins í þeim áherslum að bregðast hratt við í þeim bráðabirgðalausnum sem liggja fyrir.

b) Heimastjórn tilnefnir Ólaf Hr. Sigurðsson og Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í verkefnisstjórn.

Gestir

  • Skúli Vignisson - mæting: 09:00
  • Zuhaitz Akizu - mæting: 09:00

2.Seyðisfjörður_ofanflóðavarnir undir Bjólfi_Skipulags- og matslýsing og tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögur og að þær verði auglýstar og kynntar í samræmi við viðeigandi ákvæði skipulagslaga.

Heimastjórn leggur áherslu á að nýtt húsbílastæði verði tilbúið áður en núverandi stæði verður fjarlægt og að passað verði uppá það að nýja stæðið verði ekki minna en núverandi stæði.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um endurgerð Gamla ríkisins, 16. fundur. Lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?