Fara í efni

Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 2. fundur - 27.10.2020

Fyrir lá minnisblað unnið af skrifstofustjóra og sveitarstjóra varðandi fyrirkomulag við val á byggðamerki fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að efnt verði til hugmyndasamkeppni um byggðamerki samkvæmt skilmálum reglugerðar og leiðbeininga Hugverkastofu. Auglýsa skal samkeppnina, samkvæmt fyrirliggjandi drögum, í yfirstandandi viku og miða skilafrest við 13. nóvember. Miða skal við að verðlaun verði veitt kr. 500.000 fyrir þá tillögu er verður fyrir valinu. Dómnefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna gömlu sveitarfélaga og einum fagaðila, skal gera tillögu um merkið til sveitarstjórnar. Dómnefnd skal formlega skipuð á fundi byggðaráðs þriðjudaginn 3. nóvember 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Fyrir liggur að skipa fimm manna dómnefnd vegna samkeppni um byggðamerki Múlaþings. Skal hún skipuð einum fulltrúa frá hverju hinna gömlu sveitarfélaga og einum fagaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð óskar eftir því að sveitarstjórn skipi dómnefndina á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda aðila í dómnefnd vegna samkeppni um byggðamerki:

Þór Vigfússon, Ingva Örn Þorsteinsson, Elínu Elísabet Einarsdóttur, Unnar Erlingsson og Guðmund Odd Magnússon.

Fulltrúar í dómnefnd skulu fá laun fyrir störf sín í samræmi við það sem segir um verkefnabundnar nefndir sveitarstjórnar samkvæmt E-lið, 3.gr. og 9.gr. í samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi sem tók gildi 14. október 2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Fyrir liggja fundargerðir dómnefndar frá vinnufundum hennar, þar sem farið var yfir innsendar tillögur. Fram kom að um 70 tillögur bárust.
Niðurstaða dómnefndar er sú að velja merki sem bar númerið 77725.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti samkeppnina og fram lagða tillögu. Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu dómnefndar og felur skrifstofustjóra að setja sig í samband við hönnuð merkisins og láta fullvinna það til notkunar fyrir Múlaþing og ganga frá öllum málum við viðkomandi.
Sveitarstjórn þakkar öllum þeim sem þátt tóku í samkeppninni fyrir innsendar tillögur og jafnframt þakkar hún dómnefndinni fyrir góða vinnu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 9. fundur - 19.01.2021

Fyrir lá minnisblað þar sem fram kemur að við nánari eftirgrennslan og samskipti við Hugverkastofu hafi komið í ljós að gera þarf breytingar á samþykktu byggðamerki þannig að það uppfylli gildandi reglur. Breytingarnar snúa að lit á „hreindýrshorni“ og að ekki megi vera tveir bláir litir. Fyrir lá tillaga höfundar að breyttu merki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir merkið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á litum þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lágu drög að reglum um notkun á byggðamerki Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um notkun á byggðamerki Múlaþings og felur skrifstofustjóra Múlaþings að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?