Fara í efni

Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 2. fundur - 28.10.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hjá Gamla frystihúsinu á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Grenndarkynning nái til eigenda Bjargs, Brautarholts, Sæbóls, Odda, Borgar, Búðarinnar, Fiskmóttöku og Steinholts. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun Íslands, Brunavarnir á Austurlandi, Vinnueftirlitið og HAUST.

Samþykkt samhljóða með handaupprréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Afgreiðslu frestað þar til grenndarkynningu er lokið.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum. Í umsögn frá HAUST komu fram athugasemdir varðandi teikningar. Brunavarnir á Austurlandi og Minjastofnun Íslands gera í umsögnum sínum engar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til heimastjórnar Borgarfjarðar hvort ástæða sé til þess, í ljósi fram kominna athugasemda, að unnið verði deiliskipulag fyrir framkvæmdasvæðið eða fyrir miðsvæði þéttbýlisins í Borgarfirði í heild.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 4. fundur - 11.01.2021

Málið snýr að veitingu byggingaleyfis vegna stækkunar á hótel Blábjörgum. Vegna umsagna sem bárust felur heimastjórn Borgarfjarðar Umhverfis og framkvæmdaráði að skoða í samráði við heimastjórn og hagsmunaaðila hvort þurfi að deiliskipuleggja umrætt svæði enda tefji það áform um framkvæmdir óverulega.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 5. fundur - 01.02.2021

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi frá Blábjörgum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð sem þau hafa nú þegar fengið úthlutað milli frystihússins og Brautarholts. Fyrirhugaðar framkvæmdir fóru í grenndarkynningu þar sem fram komu athugasemdir við framkvæmdirnar. Málið er enn í vinnslu hjá umhverfis - og framkvæmdaráði.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að unnið verði deiliskipulag á lóð gamla frystihússins í samræmi við fyrirliggjandi áform um uppbyggingu þar, telji umhverfis - og framkvæmdaráð það nauðsynlegt til þess að verkefnið geti náð fram að ganga.
Heimastjórn vill af gefnu tilefni ítreka fyrri bókun um málið þar sem óskað er eftir að vinna við skipulagsmál tefji ekki framkvæmdir nema óverulega. Heimastjórn legur áherslu á að vinnu við nauðsynleg skipulagsmál verði hraðað einsog kostur er. Heimastjórn telur framkomnar athugasemdir í grendarkynningu ekki vera þess eðlis að þær eigi að hafa áhrif á framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða að vísa umsögninni til umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 11. fundur - 03.02.2021

Grenndarkynningu er lokið og bárust athugasemdir frá eigendum Brautarholts og Bjargs, auk þess sem fyrir lágu minniháttar athugasemdir frá HAUST. Minjastofnun gerði ekki athugasemd við framkvæmdina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi umsókn frá, þar sem hún er ekki að öllu leyti í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda, umsagnaraðilum og þeim sem gerðu athugasemdir við grenndarkynningu verði gerð bréflega grein fyrir þessum málalokum og bent á möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í væntanlegu skipulagsferli svæðisins.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn (JS) sat hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?