Fara í efni

Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 3. fundur - 04.11.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings liggur umsókn um lóð fyrir nýja spennistöð í landi Ekkjufellssels við fiskþurrkunarhús (Herði). Spennistöðin mun koma í stað annarrar minni sem stendur aðeins sunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnaraðili er Minjastofnun Íslands. Grenndarkynning nái til eigenda eftirtalinna fasteigna: Ekkjufellssel - Fóður, Ekkjufellssel HEF 3 og Ekkjufellssel fiskþurrkun.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum en einn var fjarverandi (PH).

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum, HEF og SH fasteignum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og gerir stofnunin engar athugasemdir. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um stærð og staðsetningu lóðar, ásamt fyrirliggjandi drögum að svörum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 3. fundur - 04.01.2021

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum, HEF og SH fasteignum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og gerir stofnunin engar athugasemdir. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um stærð og staðsetningu lóðar, ásamt fyrirliggjandi drögum að svörum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóð. Jafnframt samþykkir heimastjórn fyrirliggjandi drög að svörum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Við gerð lóðablaðs kom í ljós að götuheiti er ekki til staðar. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur sú tillaga að gatan fái heitið Valgerðarvegur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að gangast fyrir því að gatan fái nafn og beinir erindinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem taki ákvörðun um nafnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Við gerð lóðablaðs kom í ljós að götuheiti er ekki til staðar. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem fram kemur sú tillaga að gatan fái heitið Valgerðarvegur.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur rétt að gangast fyrir því að gatan fái nafn og beinir erindinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem taki ákvörðun um nafnið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að gatan frá þjóðvegi 1 við dælustöð hitaveitunnar, að hitaveitutanki á Valgerðarstaðaás, fái nafnið Valgerðarvegur. Heimastjórn felur skipulagsfulltrúa að skrá lóðir í fasteignaskrá og tilkynna húseigendum um breytt nafn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?