Fara í efni

Deiliskipulag grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ

Málsnúmer 202011015

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst og kynnt í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Fyrir liggur tillaga að breyttu deiliskipulagi grunnskóla og leikskóla við Einhleyping, Fellabæ.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og samþykkir jafnframt að óska eftir því við heimastjórn að tillagan verði auglýst og kynnt í samræmi við viðeigandi ákvæði Skipulagslaga.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa og kynna tillöguna í samræmi við ákvæði Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13. fundur - 17.02.2021

Auglýsingarferli er lokið. Umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Haust. HEF, Rarik og Náttúrustofa Austurlands hafa ekki skilað umsögn. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna en tvær athugasemdir komu fram í umsögn Haust. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdunum, tekin saman af skipulagsráðgjöfum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi við leik- og grunnskóla í Fellabæ, með þeim minniháttar breytingum sem af svörum við athugasemdum leiðir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5. fundur - 01.03.2021

Auglýsingarferli er lokið. Umsagnir liggja fyrir frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Haust. HEF, Rarik og Náttúrustofa Austurlands hafa ekki skilað umsögn. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna en tvær athugasemdir komu fram í umsögn Haust. Fyrir ráðinu liggja drög að svörum við athugasemdunum, tekin saman af skipulagsráðgjöfum.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 17.2.2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt samþykkir ráðið fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi við leik- og grunnskóla í Fellabæ, með þeim minniháttar breytingum sem af svörum við athugasemdum leiðir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir, með minniháttar breytingum, fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þau til Haust. Jafnframt staðfestir heimastjórn afgreiðslu umhverfis- og framkvæmaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?