Fara í efni

Strandverðir Íslands - kynning á verkefni

Málsnúmer 202011115

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 5. fundur - 25.11.2020

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum varðandi verkefnið Strandverðir Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórnir.

Samþykkt með sex atkvæðum með handauppréttingu, einn (ÁHB) var fjarverandi.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 3. fundur - 30.11.2020

Umhverfis- og framkvæmdaráð fól, á fundi sínum þann 25.11. sl., verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórn.
Verkefnið gengur út á hreinsun strandlengju Íslands. Sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir óska eftir samstarfi heimamanna og sveitarfélagsins við verkefnið.
Heimastjórn tekur vel í erindið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 2. fundur - 02.12.2020

Lagt fram erindi frá Veraldarvinum varðandi verkefnið Strandverðir Íslands.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.11. 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga um verkefnið og leggja þær fyrir heimastjórnir.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur vel í erindið og óskar eftir að verkefnastjóra umhverfismála verði falin umsjón málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 8. fundur - 01.03.2021

Heimastjórn list vel á hugmyndir um strandhreinsun og samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur starfsmanni heimastjórnar að fylgja málinu eftir I samráði við umhverfissvið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?