Fara í efni

Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdaráðs

Málsnúmer 202011150

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja til kynningar drög að fjárhags- og fjárfestingaáætlun Múlþings 2021 ásamt þriggja ára áætlun. Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Múlaþings, sat fundinn undir þessum lið og kynnti fyrirliggjandi drög að rekstraráætlun fyrir þá málaflokka sem undir ráðið heyra, auk fjárfestingaáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að breytingu á fjárfestingaáætlun með tilliti til yfirstandandi verkefna. Lagðar eru til eftirfarandi breytingar:
Sparkvöllur á Egilsstöðum-suðursvæði, 5 milljónir, tekið af liðnum "Annað óskilgreint".
Fjölnota tæki fyrir áhaldahúsið á Djúpavogi, 8 milljónir, tekið af liðnum "Djúpivogur Þjónustumiðstöð".
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, 3 milljónir, tekið af liðnum "Seyðisfjörður Miðbæjarsvæði við Lónið".

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagðar tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti tillögur að breytingu á fjárfestingaáætlun. Lagðar eru til eftirfarandi breytingar:

Sparkvöllur á Egilsstöðum-suðursvæði, 2 milljónir til að koma hitaspíral í völlinn, tekið af liðnum "Annað óskilgreint".
Egilsstaðaskóli sérúrræði, tekið af liðunum "Annað óskilgreint" 1 milljón og "Íþróttamiðstöð Egilsstöðum útisturtur" 3 milljónir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á fjárfestingaáætlun ársins 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta hefja framkvæmdir við fyrsta hluta útikörfuboltavallar á Djúpavogi.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?