Fara í efni

Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 202102157

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Lagarfossvirkjun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Lagarfossvirkjun.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Umsagnaraðilar verði Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og HAUST. Með vísan til áberandi staðsetningar nærri þjóðvegi verði tillagan jafnframt grenndarkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags lauk 17. maí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og MÍ en engar athugasemdir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Lagarfoss. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Grenndarkynningu á óverulegri breytingu deiliskipulags lauk 17. maí. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni og MÍ en engar athugasemdir.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26. maí 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Lagarfoss. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Orkusölunni ehf. dags. 26.8.21 um að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna Lagarfossvirkjunar. Umhverfis- og framkvæmdaráð og heimastjórn Fljótsdalshéraðs höfðu áður samþykkt óverulega breytingu á umræddu deiliskipulagi að undangenginni grenndarkynningu. Hin nýja tillaga víkur frá þeirri tillögu að því leyti að mænishæð fyrirhugaðrar skemmubyggingar verður 10m í stað 8m. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Breytingartillagan sem um ræðir hefur áður fengið afgreiðslu og var samþykkt hjá umhverfis- og framkvæmdaráði 26. maí sl. og staðfest af heimastjórn Fljótsdalshéraðs á fundi 31. maí. Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu á þeirri tillögu.
Í ljósi þess að hin nýja breyting víkur óverulega frá fyrri tillögu og með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðra framkvæmda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að breytingin kalli ekki á endurtekna kynningu. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar þannig breytta. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Fyrir liggur umsókn frá Orkusölunni ehf. dags. 26.8.21 um að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna Lagarfossvirkjunar. Umhverfis- og framkvæmdaráð og heimastjórn Fljótsdalshéraðs höfðu áður samþykkt óverulega breytingu á umræddu deiliskipulagi að undangenginni grenndarkynningu. Hin nýja tillaga víkur frá þeirri tillögu að því leyti að mænishæð fyrirhugaðrar skemmubyggingar verður 10m í stað 8m. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9. 2021:
Breytingartillagan sem um ræðir hefur áður fengið afgreiðslu og var samþykkt hjá umhverfis- og framkvæmdaráði 26. maí sl. og staðfest af heimastjórn Fljótsdalshéraðs á fundi 31. maí. Engar athugasemdir komu fram við grenndarkynningu á þeirri tillögu.
Í ljósi þess að hin nýja breyting víkur óverulega frá fyrri tillögu og með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðra framkvæmda samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að breytingin kalli ekki á endurtekna kynningu. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar þannig breytta. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverifs- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?