Fara í efni

Tillaga að hundasvæði á Egilsstöðum.

Málsnúmer 202102176

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að staðsetningu hundasvæðis á Egilsstöðum frá fulltrúa hundaeigenda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hafði áður samþykkt að styrkja félagsskap hundaeigenda til að koma upp afgirtu svæði, en á öðrum stað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

PH lætur bóka eftirfarandi: Ég samþykki framlagða tillögu en legg áherslu á að málið verði sett í grenndarkynningu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur tillaga að staðsetningu hundasvæðis á Egilsstöðum frá fulltrúa hundaeigenda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hafði áður samþykkt að styrkja félagsskap hundaeigenda til að koma upp afgirtu svæði, en á öðrum stað.

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Með vísan til áberandi staðsetningar svæðisins leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.
Gert verði ráð fyrir aðkomuleiðum og bílastæðum fyrir hundasvæðið.

Jafnframt leggur heimastjórn til að hundasvæði á Fljótsdalshéraði verði fundin varanleg framtíðarstaðsetning í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hundasvæði á Egilsstöðum er lokið. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að setja upp tímabundið hundasvæði á áður auglýstum stað með vísan í svæðið sem kynnt var í grenndarkynningu. Ráðið tekur undir bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um að hundasvæðum innan sveitarfélagsins verði fundin varanleg framtíðarstaðsetning í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?