Fara í efni

Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 4. fundur - 12.04.2021

Þingi frestað til haustsins 2021 vegna heimsfaraldursins. Starfsmanni ráðsins falið að leita styrkja til fjármögnunar þingsins.

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Ungmennaráð fékk styrk fyrir ungmennaþingi undir yfirskriftinni "Hvað þýðir þessi sameining fyrir okkur?" upp á 5 milljón krónur. Ekki er unnt að halda þingið að svo stöddu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ungmennaráð Múlaþings - 8. fundur - 21.10.2021

Ákveðið að færa ungmennaþingið til 2022, stefnt á að halda það 23. febrúar.

Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 9. fundur - 29.11.2021

Skipað í vinnuhópa fyrir komandi Ungmennaþing.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

Ungmennaráð Múlaþings - 11. fundur - 14.01.2022

Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta þinginu fram til 28. apríl 2022.
Jafnframt leggur ráðið til að starfsmanneskja ráðsins leiti leiða til að nýta hluta styrkfés sem fékkst fyrir þinginu til þess að ráða inn manneskju til ráðgjafar við undirbúning þingsins.

Samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

Ungmennaráð Múlaþings - 12. fundur - 21.02.2022

Undir þessum lið kom Tinna K. Halldórsdóttir inn á fundinn.

Í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?