Fara í efni

Samráðsfundur með forsvarmönnum Alcoa

Málsnúmer 202103095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 15. fundur - 16.03.2021

Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Smári Kristinsson mættu til fundar við byggðaráð undir þessum lið, til að fara yfir ýmis samstarfsmál Alcoa og Múlaþings.
M.a var farið yfir akstur starfsmanna Alcoa frá Seyðisfirði til og frá vinnustað og stöðuna í því máli. Eins var rekstrarstaða Alcoa almennt rædd.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Byggðaráð Múlaþings - 19. fundur - 27.04.2021

Fyrir lágu upplýsingar um að fulltrúar Alcoa Fjarðaráls höfðu ekki tök á að koma til þessa fundar með byggðaráði eins og fyrirhugað hafði verið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Samþykkt að boða fulltrúa Alcoa Fjarðaráls til fundar með byggðaráði þriðjudaginn 4. maí 2021.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 21. fundur - 04.05.2021

Inn á fundinn undir þessum lið mættu þau Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Smári Kristinsson og gerðu grein fyrir fyrirhuguðu fyrirkomulagi aksturs starfsmanna Alcoa á Seyðisfirði og einnig ýmsum samstarfsmálum Alcoa og sveitarfélaga.
Að loknum umræðum var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Byggðaráð Múlaþings - 65. fundur - 01.11.2022

Inn á fundinn kom Einar Þorsteinsson forstjóri Alcoa og gerði grein fyrir ýmsum samstarfsmálum Alcoa og sveitarfélaga. Að lokinni umræðu var Einari Þorsteinssyni þökkuð koman og veittar upplýsingar varðandi starfsemi Alcoa.

Gestir

  • Einar Þorsteinsson - mæting: 11:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?