Fara í efni

Deiliskipulag, Álfaás

Málsnúmer 202103149

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 17. fundur - 24.03.2021

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði. Tillagan var áður auglýst árið 2017 en ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda og hefur því ekki öðlast gildi. Tillagan hefur verið uppfærð með minniháttar breytingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst að nýju í samræmi við 31. gr. sbr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 6. fundur - 29.03.2021

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði. Tillagan var áður auglýst árið 2017 en ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda og hefur því ekki öðlast gildi. Tillagan hefur verið uppfærð með minniháttar breytingum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars 2021 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst að nýju í samræmi við 31. gr. sbr. 41. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 30. fundur - 01.09.2021

Vinnslutillaga vegna deiliskipulags fyrir Álfaás lögð fram til kynningar samhliða afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt samhliða kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Vinnslutillaga vegna deiliskipulags fyrir Álfaás lögð fram til kynningar samhliða afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt samhliða kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt samhliða kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfaás á Völlum. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 31. desember 2021 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en bregðast þarf við ábendingum sem komu fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi lagfæringar á orðalagi í greinargerð tillögunnar. Ráðið samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 17. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álfaás á Völlum. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 31. desember 2021 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en bregðast þarf við ábendingum sem komu fram í umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta gera viðeigandi lagfæringar á orðalagi í greinargerð tillögunnar. Ráðið samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?