Fara í efni

Útboð tjaldsvæði Seyðisfirði

Málsnúmer 202104066

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 18. fundur - 20.04.2021

Fyrir lá tillaga að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Seyðisfirði ásamt drögum að leigusamningi, upplýsingum um tjaldsvæðið, teikningu af tjaldsvæði og tilboðsblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Seyðisfirði ásamt framlögðum gögnum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá um birtingu auglýsingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 22. fundur - 18.05.2021

Fyrir lá minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála Múlaþings þar sem lagt er til að gengið verði til samnings við Þórhall Hákonarson/Landamerki vegna reksturs tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samnings við Þórhall Hákonarson/Landamerki vegna reksturs tjaldsvæðisins á Seyðisfirði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs dags. 06.05.2021. Jafnframt er sveitarstjóra Múlaþings veitt umboð til að undirrita umræddan samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá mat og tillögur frá atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings varðandi tilboð í rekstur tjaldsvæðis á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að gengið verði til samninga við Landamerki ehf á grundvelli tilboðs viðkomandi í rekstur tjaldsvæðis á Seyðisfirði. Atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:15

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 27. fundur - 27.10.2022

Fyrir fundinum lágu gögn varðandi rekstur tjaldsvæðis Seyðisfjarðar. Heimastjórn Seyðisfjarðar leggur fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu í byggðaráði:

Heimastjórn leggur til að samningurinn við Landamerki ehf. verði framlengdur um eitt ár með viðauka sem felur í sér nauðsynlegar breytingar vegna úrbótaþarfa. Atvinnu- og menningarmálastjóra falið að ganga frá málinu og leggja fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 27.10.2022, þar sem lagt er til að samningurinn við Landamerki verði framlengdur um eitt ár með viðauka varðandi breytingar vegna úrbótaþarfa. Einnig liggur fyrir minnisblað atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi samning Múlaþings við núverandi rekstraraðila Tjaldsvæðis Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Seyðisfjarðar og atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings samþykkir byggðaráð að samningur Múlaþings við núverandi rekstraraðila Tjaldsvæðis Seyðisfjarðar verði framlengdur með viðauka um eitt ár. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?