Fara í efni

Afturköllun gjafaloforðs til Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 24. fundur - 01.06.2021

Fyrir lá yfirlýsing, undirrituð af Ásdísi Elísabet Ríkharðsdóttur, um afturköllun gjafaloforðs til Ríkharðshúss á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi yfirlýsingu til heimastjórnar Djúpavogs til upplýsingar og umfjöllunar auk þess að forseta sveitarstjórnar verði, ásamt sveitarstjóra, falið að taka upp viðræður við undirritunaraðila og lögmann viðkomandi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



Heimastjórn Djúpavogs - 13. fundur - 07.06.2021

Fyrir lá yfirlýsing, undirrituð af Ásdísi Elísabet Ríkharðsdóttur, um afturköllun gjafaloforðs til Ríkharðshúss á Djúpavogi og bókun byggðaráðs frá 01.06.2021.
Gauti Jóhannesson mætti á fundinn fór yfir stöðu málsins. Sveitarstjóri og forseti sveitarstjórnar og munu eiga fund með aðilum fljótlega til að fara yfir stöðu Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Heimastjórn leggur á það áherslu að stjórn Ríkarðshús og formaður heimastjórnar sitji fundinn einnig.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Farið yfir stöðu mála varðandi Ríkarðshús á Djúpavogi.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 23.03.2022.
Lagt fram til kynningar.

lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Vegna liðar 2, afturköllun gjafaloforðs tekur heimastjórn undir bókun stjórnar Ríkarðshúss og leggur til að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við afturköllun gjafaloforðsins. Heimastjórn leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að stofnskrá verði endurskoðuð í ljósi breyttra forsendna.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 26.10.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir afstöðu stjórnar Ríkarðshúss og heimastjórnar Djúpavogs varðandi það að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við afturköllun hluta gjafaloforðs þeirra systra, Ásdísar og Ólafar Ríkarðsdætra, til safnsins. Byggðaráð felur stjórn að gera þær breytingar á stofnskránni, sem þörf verður á, m.t.t. þeirrar skerðingar á fjármögnun Ríkarðshúss sem þessi ráðstöfun mun leiða af sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss frá 30. mars 2023.

Lögð fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Ríkarðshúss, dags. 18.10. og 26.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Ríkarðshúss.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Ríkarðshúss, dags. 28.11.2023, og aðalfundar Ríkharðshúss 2023, dags. 19.12.2023.

Lagt fram til kynningar

Heimastjórn Djúpavogs - 45. fundur - 11.01.2024

Fyrir fundinum lá fundargerð aðalfundar Ríkarðshúss 2023.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?