Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

43. fundur 09. nóvember 2023 kl. 10:00 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Hamarsvirkjun

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Fulltrúar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir starfsemi samtakanna og ræddu fyrirhuguð áform um Hamarsvirkjun.

Heimastjórn þakkar fyrir greinargóða og upplýsandi kynningu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Skafti Steinólfsson - mæting: 10:05
  • Guðrún Óskarsdóttir - mæting: 10:05
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir - mæting: 10:05

2.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow.

Lagt fram til kynningar.

3.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á Verndarsvæði við voginn á Djúpavogi sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 30. október sl.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða.

4.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt um ábendingar og spurningar sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var 7. nóvember.

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með góðan fund og mætingu, þakkar íbúum fyrir komuna og góðar umræður. Starfsmanni falið að fara yfir framkomnar athugasemdir og vísa þeim áfram þar sem það á við og gera grein fyrir niðurstöðum á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu fundargerðir stjórnar Ríkarðshúss.

Lagt fram til kynningar.

6.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Framnes - heimreið

Málsnúmer 202311029Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Írisi Birgisdóttur varðandi umferðaröryggi og heimreið við Framnes.

Heimastjórn tekur undir áhyggjur ábúanda á Framnesi varðandi umferðaröryggi í tengslum við heimreiðina að bænum og felur starfsmanni að fylgja erindinu eftir í samráði við ábúanda.

Samþykkt samhljóða.

8.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá svar frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar varðandi snjóhreinsun á Öxi. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Sveinn Sveinsson svæðisstjóri sátu fundinn undir þessum lið og svöruðu spurningum fulltrúa í heimastjórn.

Heimastjórn þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir góðan og málefnalegan fund. Gert er ráð fyrir að hönnun á nýjum Axarvegi ljúki í byrjun næsta árs og hægt væri að bjóða hann út þá að því gefnu að fjármagn sé tryggt. Vegagerðin er ekki tilbúin að leggja til að Öxi verði tekin af G-reglunni en mun áfram þjónusta veginn fram til 5. janúar, líkt og heimild er fyrir og jafnvel lengur ef aðstæður leyfa.

Heimastjórn mun senda samantekt um áherslur sem settar voru fram á fundinum til Vegagerðarinnar og fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða

Gestir

  • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar - mæting: 11:00
  • Sveinn Sveinsson - mæting: 11:00

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Farið var yfir með hvaða hætti ráðið verður í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi.
Starfið verður auglýst og fór sveitarstjóri yfir drög að auglýsingu á fundinum. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 11:45

10.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Leikkastali: Framkvæmdum við uppsetningu á leikkastala í Blánni er lokið.

Björgunarmiðstöð á Djúpavogi: Sveitarstjóri og fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi hafa fundað með viðbragðsaðilum. Málið er áfram í vinnslu.

Faktorshúsið: Sveitarstjóri og fulltrúi sveitarstjóra hafa fundað með fulltrúum Goðaborgar ehf. Málið er í vinnslu en engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið.

Hundasvæði á Djúpavogi: Fulltrúi sveitarstjóra hefur fundað með fulltrúa hundaeigenda á Djúpavogi og unnin hefur verið kostnaðaráætlun vegna verksins. Málið er áfram í vinnslu.

Salernisaðstaða við Kjörbúðina: Áfram er unnið að málinu í samráði við forsvarsmenn verslunarinnar. Vonast er til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Ljósleiðari: Framkvæmdum við lagningu 3ja fasa rafmagns frá Núpi að Kelduskógum og ljósleiðara frá Hamraborg inn að Kelduskógum hefur verið hætt í bili. Áfram verður haldið með verkið þegar fer að vora.

Hitaveituframkvæmdir: Undirbúningur er hafinn vegna borunar eftir heitu vatni innan við Djúpavog. Boranir hefjast í desember.

Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi: Nýlega sátu formaður heimastjórnar, fulltrúi sveitarstjóra, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og sveitarstjóri fund með forsvarsaðilum N1 þar sem N1 lýsti yfir áhuga á að setja upp nýja afgreiðslustöð fyrir eldsneyti í útjaðri þorpsins í samræmi við nýtt aðalskipulag sem unnið er að. Fulltrúar N1 lýstu líka yfir vilja til að koma að uppbyggingu á salernisaðstsöðu í samstarfi við Samkaup.



11.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 7. desember næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 4. desember á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?