Fara í efni

Ályktun á aðalfundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 28. maí 2021

Málsnúmer 202106184

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá ályktun frá stjórn Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, dags. 28.05.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að huga að byggingu á hentugu húsnæði fyrir eldra fólk auk þess að lögð er á það áhersla að Öldungaráð verði virkjað hið fyrsta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa framkominni ályktun til Öldungaráðs Múlaþings til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Múlaþings - 1. fundur - 26.08.2021

Máli frestað til næsta fundar.

Öldungaráð Múlaþings - 2. fundur - 21.10.2021

Fyrir lá ályktun frá stjórn Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, dagsett 26. júní 2021 þar sem því er beint til sveitarstjórnar að huga að byggingu á hentugu húsnæði fyrir eldra fólk.
Málinu var frestað á fundi öldungaráðs 26. ágúst sl.
Öldungaráð Múlaþings tekur undir bókun stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði frá 26. júní sl. Ljóst er að skortur er orðinn á slíku húsnæði þar sem æ fleiri vilja minnka við sig, selja einbýlishús og kaupa minni íbúðir í nálægð við helstu þjónustu svo sem verslanir og heilsugæslu. Staðsetning slíkra íbúða væri æskileg á lóð norðan Hlymsdala og við svokallaðan Blómabæjarreit. Öldungaráð skorar því á sveitarstjórn Múlaþings að deiliskipuleggja hið fyrsta svæði á Egilsstöðum fyrir byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk þar sem þörfin er orðin brýn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi öldungaráðs Múlaþings, dags. 21.10.2021, þar sem tekið er undir bókun stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði frá 26. júní sl. og því beint til sveitarstjórnar að láta deiliskipuleggja hið fyrsta svæði á Egilsstöðum fyrir byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk þar sem þörfin sé orðin brýn.

Til máls tók: Berglind H.Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum öldungaráðs Múlaþings og stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði til umhverfis- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Steinar Berg Bjarnason frá fyrirtækinu Valsberg, verkefnastjóri á vegum félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, kynnti hugmyndir um uppbyggingu íbúðahverfis á Blómabæjarreitnum við Dyngju á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynningu á áhugaverðum tillögum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra áframhaldandi samskipti við málsaðila. Ráðið leggur til að skoðað verði hvort hugmyndirnar rúmist innan þeirra skipulagsbreytinga sem nú er unnið að á svæðinu og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fundargerð, dagsett 16. febrúar 2022, frá fundi starfshóps innan félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði um byggingu íbúða fyrir aldraða í miðbæ Egilsstaða. Einnig liggja fyrir fundinum punktar frá fundi fulltrúa starfshópsins með framkvæmda- og umhverfismálastjóra og formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs sama dag. Í fyrrgreindri fundargerð eru lagðar fram nokkrar spurningar sem varða byggingarskilmála á lóðinni að Miðvangi 8 á Egilsstöðum og snúa þær að eftirtöldum atriðum:
- Hvort fjölga megi íbúðum í húsinu.
- Hvort færa megi byggingarreit til norðausturs nær horni Lagaráss og Miðvangs og gera ráð fyrir bílastæðum suðvestan við húsið nær Miðvangi 6.
- Hvort breyta mætti innkeyrslu í bílakjallara.
- Hvort heimilt sé að sleppa gróðri á þaki hússins.
- Hvort breyta megi útlitsskilmálum hússins með það að í huga að lækka byggingarkostnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar áhuga starfshópsins á uppbyggingu íbúða á lóðinni við Miðvang 8 og lýsir yfir áhuga á samstarfi við hópinn um verkefnið. Ráðið telur að koma megi til móts við öll þau atriði sem fram koma í fundargerð starfshópsins, þó þannig að leitast verði við að bílastæði verði sem mest í kjallara undir húsi og lóð og að breytingar á skilmálum gangi ekki þvert gegn þeirri grundvallarhugmynd skipulagsins að leggja áherslu á göngutengingar í miðbæ Egilsstaða. Ráðið leggur til að hópurinn útfæri tillögur sínar nánar og leggi fyrir skipulagsfulltrúa svo koma megi mögulegum breytingum á skilmálum skipulagsins í formlegt afgreiðsluferli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá starfshópi innan félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði um byggingu íbúða fyrir aldraða á svæðinu. Hópurinn óskar eftir afstöðu ráðsins til þess að meðfylgjandi breytingartillögur verði gerðar á skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags fyrir lóð að Miðvangi 8 á Egilsstöðum vegna mögulegra byggingaráforma hópsins. Fram kemur í erindi að hópurinn hafi verið í viðræðum við MVA ehf. um verkefnið.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að frekari hönnun og útfærsla liggi fyrir áður en ráðist verður í breytingar á skipulagsskilmálum. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja viðræður við MVA ehf. um mögulegt samkomulag um lóðina á grundvelli Straums-verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?