Fara í efni

Umsókn um stofnun lóða, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði

Málsnúmer 202107065

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að skipta upp lóðinni Eyjólfsstaðaskógur 1 í þrjár minni lóðir. Lóðin tilheyrir sumarbústaðasvæði í Eyjólfsstaðaskógi þar sem í gildi er deiliskipulag frá árinu 1995.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Málinu vísað til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 12. fundur - 16.08.2021

Fyrir liggur umsókn um að skipta upp lóðinni Eyjólfsstaðaskógur 1 í þrjár minni lóðir. Lóðin tilheyrir sumarbústaðasvæði í Eyjólfsstaðaskógi þar sem í gildi er deiliskipulag frá árinu 1995.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Málinu vísað til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Eyjólfsstaðaskógar, sumarbústaðasvæði, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum frístundahúsa á lóðum númer 1A, 2, 3, 4 og 5 á skipulagssvæðinu. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur á ný tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. nóvember til 22. desember í samræmi við bókun ráðsins frá 17. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust eftir grenndarkynningu. Umsögn Minjastofnunar Íslands við skipulagsbreytinguna liggur ekki fyrir en er væntanleg fyrir næsta fund heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem málið verður afgreitt.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 17. fundur - 10.01.2022

Fyrir liggur á ný tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. nóvember til 22. desember í samræmi við bókun ráðsins frá 17. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust eftir grenndarkynningu. Umsögn Minjastofnunar Íslands við skipulagsbreytinguna liggur ekki fyrir en er væntanleg fyrir næsta fund heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem málið verður afgreitt.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5.1. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagsáætlun með þeirri breytingu að tekið verði tillit til umsagnar Minjastofnunar sem hefur borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?