Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

12. fundur 16. ágúst 2021 kl. 13:00 - 14:42 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Deiliskipulag, miðbær Egilsstaða

Málsnúmer 202010320Vakta málsnúmer

Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar 2006 með síðari breytingum og er unnið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 41. gr. skipulaglaga nr. 123/2010, tók gildi 14. júlí síðastliðinn.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhveris- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á miðbæjarsvæði Egilsstaða og jafnframt láta vinna kynningarefni fyrir nýtt skipulag, sem aðgengilegt verði og kynnt sérstaklega fyrir fasteignafélögum og verktökum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar því að endurskoðað deiliskipulag fyrir miðbæinn á Egilsstöðum hafi tekið gildi. Heimastjórnin tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs og beinir því til sveitarstjórnar að átaksverkefni til kynningar á miðbæjarsvæðinu og kostum til uppbyggingar þar hefjist sem fyrst og að verkefninu verði tryggt fjármagn. Eins leggur heimastjórn til að fenginn verði þar til bær aðili til að undirbúa verkefnið og fylgja því eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Lagarás 21-39

Málsnúmer 202101236Vakta málsnúmer

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ársala bs. varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi norðvestursvæðis Egilsstaða, með síðari breytingum, skv. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér stækkun á lóðamörkum og byggingarreit ásamt því að heimil verður bygging á 1h í stað 2h. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí 2021 til og með 4. ágúst 2021.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Vegna fram kominnar athugasemdar bendir umhverfis- og framkvæmdaráð á að skipulagsbreytingin tekur ekki til útlits húss nema hvað varðar ystu mörk byggingarreits og hámarkshæð. Það er lóðarhafa að leggja fram umsókn um byggingarleyfi sem fellur innan marka gildandi skipulags. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Flúðir

Málsnúmer 202106201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Þórörnu Gró Friðjónsdóttur, dagsett 28. júní 2021, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Flúðum.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa og frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum á Austurlandi.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir heimastjórn Fljótsdalshéraðs jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Úttekt á vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna innan Múlaþings sumarið 2020

Málsnúmer 202107026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Náttúrustofu Austurlands, dagsett 5. júlí 2021, vegna úttektar á vöktun verndarsvæða og annarra svæða sem eru undir álagi ferðamanna innan Múlaþings sumarið 2020.

Lagt fram til kynningar.

5.Stóra - Steinsvað - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá. Ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og þess að hið nýja hús kemur í stað annars sem fyrir er og verður ekki stærra en það, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Mýrar III - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202107082Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform á Mýrum III í Skriðdal. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hleinar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202105160Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma að Hleinum 1 er lokið. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð í máli nr. 95/2021, kæru á afgreiðslu heimstjórnar Fljótsdalshéraðs á fundi 21. júni 2021 um að grenndarkynna byggingaráform í landi Hleina 1, 19. júlí síðastliðinn.
Kærunni var vísað frá á grundvelli þess að ákvörðun um grenndarkynningu sé ekki endanleg afgreiðsla umsóknar um byggingarleyfi en skv. 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verða ákvarðanir sem ekki binda enda á mál ekki kærðar til æðra stjórnvalds.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir alvarlegar athugasemdir við að ráðist hafi verið í framkvæmdina sem um ræðir án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út og bendir á að sveitarfélagið hefur heimild til að stöðva framkvæmdir og fjarlægja byggingar sem reistar hafa verið án leyfis.
Ráðið tekur einnig undir athugasemdir sama efnis sem fram koma í umsögn Minjastofnunar Íslands.
Með hliðsjón af því að ekki komu fram efnislegar athugasemdir frá nágrönnum í grenndarkynningu samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að vísa málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til endanlegrar afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stofnun lóða, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði

Málsnúmer 202107065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um að skipta upp lóðinni Eyjólfsstaðaskógur 1 í þrjár minni lóðir. Lóðin tilheyrir sumarbústaðasvæði í Eyjólfsstaðaskógi þar sem í gildi er deiliskipulag frá árinu 1995.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 11.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi. Málinu vísað til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum

Málsnúmer 202106031Vakta málsnúmer

Fyrir liggja lög um breytingar á jarðalögum og önnur gögn tengd málinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir, með hliðsjón af áhrifum lagabreytingarinnar á jarðalögum, á vinnslu og afgreiðslu mála hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hugmynd um merkingar við Eyvindará

Málsnúmer 202008136Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að skoðað verði hvort þörf sé á nánari merkingum á svæðinu við Eyvindarárbrúna. Haft verði samband við þá aðila sem áður hafa komið að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2022 - 2025

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá fjármálastjóra um vinnuferli fjárhagsáætlunargerðar sem og greinargerð með rammaáætlun 2022. Lagt fram til kynningar en málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Fundi slitið - kl. 14:42.

Getum við bætt efni þessarar síðu?