Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

46. fundur 21. júní 2022 kl. 12:30 - 15:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Örn Bergmann Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Hrund Guðmundsdóttir,áheyrnarfulltrúi foreldra í grunnskólum sat fundinn undir liðum 4-7.

1.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Guðmundur Bj. Hafþórsson vakti athygli á því að hann taldi mikilvægt að fundurinn tæki afstöðu til hæfis hans við umfjöllun um þennan lið en þar sem aðeins er um að ræða kynningu, enda ekki um að ræða sérhagsmunamál, mátu fundarmenn ekki tilefni til að um væri að ræða vanhæfi.

Undir þessum lið mættu Óttar Steinn Magnússon og Einar Árni Jóhannsson fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar. Þeir kynntu framvindu þróunarverkefnisins Allir með! og fyrstu niðurstöður þeirra spurninga Hattarpúlsins, sem tekinn var fyrr í sumar, er varða verkefnið.

Fjölskylduráð þakkar Óttari og Einari fyrir góða kynningu og lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með verkefnið.

Áheyrnarfulltrúi M-lista harmar takmarkaða aðkomu foreldra og iðkenda í tengslum við verkefnið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Skíðasvæðið í Stafdal - rekstur

Málsnúmer 202109105Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Skráning í hádegisverð í grunnskólum Múlaþings

Málsnúmer 202206119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að reglum um skráningu í hádegisverð fyrir nemendur í grunnskólum Múlaþings þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu skráðir í fæði í upphafi skólaárs með möguleika á uppsögn og/eða skráningu um áramót.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu samhljóða.

5.Beiðni um skólaakstur

Málsnúmer 202206040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá foreldri um skólaakstur úr dreifbýli. Nemandi mun sækja skóla utan skólahverfis frá næsta skólaári.

Fjölskylduráð telur ekki fært að verða við erindinu en vonar að málsaðilar finni farsæla lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð frá fundi í skólaráði Egilsstaðaskóla 7. júní sl.

Lagt fram til kynningar.

7.Ákall til sveitastjórna um allt land - Menntun til sjálfbærni

Málsnúmer 202205448Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ákall varðandi menntun til sjálfbærni frá Landvernd.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?