Fara í efni

Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hugmynd um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Óskað er eftir því að afstaða sveitarfélagsins berist sambandinu fyrir lok október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður allar þær hugmyndir sem eru til þess fallnar að auka uppbyggingu almennra íbúða á landsbyggðinni. Sveitarstjóra falið að koma þessari afstöðu á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.
Var efnið á síðunni hjálplegt?