Fara í efni

Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 35. fundur - 19.10.2021

Fyrir lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hugmynd um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Óskað er eftir því að afstaða sveitarfélagsins berist sambandinu fyrir lok október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings styður allar þær hugmyndir sem eru til þess fallnar að auka uppbyggingu almennra íbúða á landsbyggðinni. Sveitarstjóra falið að koma þessari afstöðu á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 43. fundur - 01.02.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðufundi er haldinn var á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar miðvikudaginn 26. janúar 2022. Umfjöllunarefnið var forsendur samstarfs sveitarfélaga um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar. Sveitarfélögum verður fljótlega sent uppfært erindi varðandi mögulega aðkomu að verkefninu.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá fundargerð frá umræðufundi um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni landsbyggðinni, dags. 26. janúar 2022, auk boðunar til stofnfundar þriðjudaginn 23. febrúar 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að sitja, fyrir hönd Múlaþings, stofnfund húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni landsbyggðinni og haldinn verður um fjarfundarbúnað þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13:00. Afstaða til aðildar verður tekin er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 47. fundur - 15.03.2022

Fyrir lágu samþykktir fyrir húsnæðissjálfseignarstofnunina Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að 31 sveitarfélag gerist stofnaðilar félagsins, þar á meðal Múlaþing, og greiði hvert og eitt í framlagsfé kr. 50.000,- eða samtals kr. 1.550.000,-.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til að sveitarfélagið gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbygginni. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 15.03.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að taka afstöðu til þess að gerast stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs Múlaþings samþykkir sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbygginni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?