Fara í efni

Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá boð á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður föstudaginn 10. desember 2021 um fjarfundarbúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra, og Hrund Erlu Guðmundsdóttur, skjalastjóra til vara að sitja aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, fyrir hönd sveitarfélagsins, er haldinn verður um fjarfundarbúnað föstudaginn 10. desember 2021.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 20. fundur - 09.02.2022

Fyrir lá uppfærður stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga til fyrri umræðu í sveitarstjórn ásamt fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs., dags. 10.12.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa uppfærðum stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá uppfærður stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi uppfærðan stofnsamning Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu málsins á framfæri við forstöðumann Héraðsskjalasafnsins.

Samþykkt samhjóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 65. fundur - 01.11.2022

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður þriðjudaginn 15. nóvember nk. kl. 17:00 í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Þórhallur Borgarson mæti sem fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Héraðsskjalasafns Austurlands, sem haldinn verður þriðjudaginn 15. nóvember nk., og fari með atkvæði Múlaþings. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Ester Sigurðardóttir verði varamaður og mæti á aðalfundinn eigi aðalmaður þess ekki kost.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 69. fundur - 29.11.2022

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austurlands, dags. 15.11.2022 ásamt gögnum.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?