Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

21. fundur 09. mars 2022 kl. 14:00 - 16:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
 • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Farið var yfir kynningarfund sem sveitarstjóri, fulltrúar í sveitarstjórn og umhverfis- og framkvæmdaráði áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar, föstudaginn 4. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var aðalvalkostir Vegagerðarinnar og umhverfismat vegtenginga við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar þá vönduðu vinnu er Vegagerðin stendur fyrir varðandi umhverfismat og valkosti varðandi mögulegar vegtengingar við Fjarðarheiðargöng. Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við þær niðurstöður er koma fram í vinnugögnum varðandi verkefnið og leggur áherslu á að Skipulagsstofnun hraði afgreiðslu umsagnar vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar eins og frekast er unnt þannig að formlegt kynningarferli geti hafist sem fyrst.

Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkvæðum, einn var á móti (Þröstur Jónsson).

Jakob Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að flýta sem kostur er staðsetningarvali á Lagarfljótsbrú svo hægt sé að koma henni á samgönguáætlun.
Það er ekki langt í að það verði frekari þungatakmarkanir settar á Lagarfljótsbrú.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi undrun minni á bókun sveitarstjórnar sem hrasar að þeirri ályktun að val Vegagerðarinnar á Suðurleið sé rétt áður en endanleg skýrsla er komin út og áður en nokkur umræða hefur farið fram um þetta stóra mál í samfélaginu.
Það eru mér mikil vonbrigði að Vegagerðin virðist ekkert tillit hafa tekið til athugasemda minna um verðmætt íbúðabyggingaland sem veglína Suðurleiðar sker og eyðileggur.
Það er í verkahring kjörinna fulltrúa að ákveða hvaða leið verður valin, en ekki embættismanna ríkisstofnunar.

2.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.02.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps verði kynnt í samræmi við skipulagslög.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem beindi spurningum til Stefáns Boga Sveinssonar, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgafjarðarhrepps, er varðar lóðastækkun við Bakkaflöt, breytta landnotkun við Jörfa og nýja efnisnámu í Fjarðará, verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem beindi fyrirspurn til Stefáns Boga Sveinssonar, Hildur Þórisdóttir sem beindi fyrirspurn til Gauta Jóhannessonar, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði Eyþóri Stefánssyni, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Elvar Snær Kristjánsson sem beindi fyrirspurn til Hildar Þórisdóttur, Hildur Þórisdóttir sem svaraði Elvari Snæ Kristjánssyni, Vilhjálmur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem beindi spurningu til Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Gauti Jóhannesson sem svaraði fyrirspurn Hildar Þórisdóttur, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir stækkun á hafnar- og athafnasvæðinu í framhaldi af kassaverksmiðju Búlandstinds við Innri Gleðivík. Samhliða verði unnið að frumhönnun á nýrri höfn sem verði hluti af breytingunni. Gerð verði nauðsynleg breyting á gildandi hverfisvernd á svæðinu með tilliti til áforma um uppbyggingu. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 10 atkvæðum en ein sat hjá, Hildur Þórisdóttir sem gerði grein fyrir hjásetu sinni með eftirfarandi hætti:
Undirrituð fagnar þeirri atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað vegna fiskeldis á Djúpavogi sem hefur gjörbreytt íbúaþróun þar síðastliðin ár. Hinsvegar verður ekki horft framhjá mótmælum meirihluta íbúa á Seyðisfirði sem risið hafa upp vegna fyrirhugaðs 10.000 tonna laxeldis í Seyðisfirði. Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting vegna byggingar nýs sláturhúss á athafnasvæði Innri-Gleðivíkur tengist meðal annars fyrirhuguðu laxeldi í Seyðisfirði.
Undirrituð minnir á að hver byggðakjarni fái notið sérstöðu sinnar innan sveitarfélagsins.

4.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að sótt verði um nýja vegtengingu í samræmi við áform um breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að sótt verði um nýja vegtengingu fyrir Djúpavog í samræmi við fyrirliggjandi áform um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Samþykkt stjórnar sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu

Málsnúmer 202203050Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem komið er á framfæri samþykkt stjórnar Sambandsins, dags. 25.02.2022, þar sem tekið er undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga um að sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Kristjana Sigurðardóttir, Vilhjálmur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings harmar stríðsástand í Úkraínu sem og annars staðar í heiminu og lýsir yfir samkennd og samhug með almennum borgurum þar sem og annarsstaðar sem þurfa að búa við ofbeldi og yfirgang stjórnvalda, innlendra sem erlendra. Sveitastjórn Múlaþings hvetur alla deiluaðila að leggja niður vopn og setjast að samningaborði, hlusta á kröfur hvers annars, með hag og öryggi almennra borgara að leiðarljósi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að greiða götu fólks á flótta en leggur til að vanda sé til verka, þannig að fjármunir nýtist sem best í stuðningi við flóttafólkið.

Tillagan felld með 9 atkvæðum en 1 greiddi atkvæði með (ÞS), einn sat hjá (HHÁ).

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞS).

7.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202101230Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 22.02.2022, þar sem samþykkt er hækkun á framfærslugrunni í samræmi við 16. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

8.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 22.02.2022, þar sem samþykkt er að 7. og 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi breytist í samræmi við leiðbeiningar Félagsmálaráðuneytisins sem birtar voru á vef ráðuneytisins 30. desember 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs varðandi það að 7. og 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Múlaþingi breytist í samræmi við fyrirliggjandi leiðbeiningar Félagsmálaráðuneytisins. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt uppfærðum reglum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Reglur Múlaþings um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 202112193Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 22.02.2022, þar sem samþykktar voru endurskoðaðar reglur Múlaþings um stuðningsfjölskyldur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs varðandi endurskoðaðar reglur Múlaþings um stuðningsfjölskyldur. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt endurskoðuðum reglum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Reglur um hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202202005Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 22.02.2022, þar sem samþykktar voru endurskoðaðar reglur um hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir samþykkt fjölskylduráðs varðandi endurskoðaðar reglur um hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi. Félagsmálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt endurskoðuðum reglum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213Vakta málsnúmer

Fyrir lá uppfærður stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi uppfærðan stofnsamning Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Skrifstofustjóra falið að koma afgreiðslu málsins á framfæri við forstöðumann Héraðsskjalasafnsins.

Samþykkt samhjóða án atkvæðagreiðslu.

12.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

13.Byggðaráð Múlaþings - 44

Málsnúmer 2202007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 45

Málsnúmer 2202012FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir 2. lið: Eyþór Stefánsson sem beindi fyrirspurn til Björn Ingimarssonar, Björn Ingimarsson sem svaraði Eyþóri Stefánssyni.

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 46

Málsnúmer 2202018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46

Málsnúmer 2202008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47

Málsnúmer 2202014FVakta málsnúmer

Til máls tóku um 7. lið: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48

Málsnúmer 2202019FVakta málsnúmer

Til máls tóku um 2. lið: Þröstur Jónsson sem beindi fyrirspurn til Stefáns Boga Sveinssonar, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði Þresti Jónssyni.

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 37

Málsnúmer 2202009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 38

Málsnúmer 2202016FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir 10. lið: Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson sem svaraði Hildi Þórisdóttur.

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20

Málsnúmer 2202003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Djúpavogs - 23

Málsnúmer 2201025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18

Málsnúmer 2202002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Ungmennaráð Múlaþings - 12

Málsnúmer 2202010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?